Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1987, Qupperneq 135

Andvari - 01.01.1987, Qupperneq 135
ANDVARI LÍFERNISLIST OG LÍTIÐ EITT FLEIRA 133 ,,Ekki veit ég hvort Reykvíkingar urðu í sjálfu sér meiri heimspekingar eftir þennan vetur, en ég er viss um, að þeir, sem bezt kunnu hér til að hlýða, voru betur að manni en fyrr“.16 Óhætt er að fullyrða að þessir fyrirlestrar voru mikil nýjung. Aldrei fyrr höfðu Reykvíkingar átt þess kost að fylgjast með slíkri „innskoðun“, aldrei höfðu þeir fyrr verið leiddir inn í völundarhús mannlegs eðlis og mannlegs margbreytileika af jafn ratvísum og glöggum leiðsögumanni. Slíkt hlýtur að hafa skilið eftir einhver spor. En hvað þá um Sigurð sjálfan? Áðurnefnd ummæli hans í bréfi til ÁHBj sýna að þessi vinna var honum mikilsverð lífsreynsla. Hann fékk þama tækifæri til að skoða sjálfan sig, íhuga samtíð sína og móta og rökstyðja lífsstefnu sína og hugsjónir. Að þessari skoðun lokinni hlýtur hann að hafa „vitað“ betur en áður hvert hann vildi fara. Þá gengur enginn í grafgötur um það sem les Einlyndi og marglyndi að Sigurður hlýtur með þessari rannsókn að hafa víkkað huga sinn mjög, aukið innsæi sitt til muna og eytt fordómum. Hann varð áreiðanlega skilningsríkari, opnari og víðsýnni eftir en áður. Og þá má ekki gleyma því, að margt bendir til að honum hafi tekist að semja eins konar sátt við sjálfan sig. Að vísu heldur hann því verki áfram í Lífi og dauða. Þetta eru ágiskanir, sem leiða má af lestri Einlyndis og marglyndis. Aðrar tilgátur má svo draga af verkum Sigurðar eftir 1918-1919. Auðvitað getur enginn sagt neitt um, hvernig verk hans hefðu orðið, ef hann hefði ekki fengið þetta þriggja ára hlé. Við vitum einungis að honum auðnaðist að skila miklu dagsverki sem vísindamaður í norrænni fílólógíu — og öðru ekki lakara dagsverki sem ritskýrandi skáldverka frá seinni tímum. Ekki hætti ég mér til að ræða neitt að gagni um vísindaverk Sigurðar, en tel mig þó mega fullyrða að hann hafi þar ávallt verið trúr hugsjón sinni um „lífsgildi bók- mennta“ og að hann hafi þar aldrei verið smásmugulegur úr hófi. Og ekki held ég að sagt verði um hann það sem hann segir um Björn M. Ólsen: „Hann hugsaði meir um rökin fyrir málinu en hitt, hvort málið sjálft var baráttunnar virði“, og „Hann undi sér svo við tilgátumar, að hann fór stundum að leita að hinni næstsennilegustu, er hin sennilegasta var fundin“.17 I öðrum ritverkum Sigurðar, sem ekki teljast beinlínis vísindaverk (eða hann hefði líklega ekki talið svo sjálfur) má sums staðar greina enduróm frá Einlyndi og marglyndi. Berast verður þetta þó í tveimur ritum. Annað er rit hans um Snorra Sturluson.18 Þar er mannlýsing Snorra beinlínis byggð á kenningu hans um einlyndi og marglyndi. Er það raunar ekki að undra, því að sú bók er varla skrifuð seinna er 1919. Hitt ritið er fyrirlestraröðin Líf og dauði. Þar er Sigurður oft á sömu slóðum og í Einlyndi og marglyndi og notar margt úr þeirri bók. Sigurður Nordal ritaði mikið um fólk. Hann ritaði ekki síður um skáld en skáldverk. Hann hafði vissulega mikinn áhuga á manninum „á bak við“ verkið. Ritskýringar hans eru þannig ávallt að öðrum þræði sálfræðilegar. Og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.