Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 147

Andvari - 01.01.1987, Page 147
ANDVARl UM HEIMSÁDEILU OG STRÁKSSKAP 145 margt sem við vitum nú gátu þeirra tíma menn með engu móti vitað eða séð fyrir. Þær málamiðlanir í samfélagsátökum sem fætt hafa af sér meira eða minna ófullkomin velferðarríki, voru naumast komnar á dagskrá. Á slíkum tímum var eðlilegt að þjóðernissinnuð íhaldssemi væri hér áhrifamikil. Breytingarnar framundan voru svo stórstígar að það þurfti bæði byltingarhug og nýjungagirni, eins og við höfum séð í ritgerðum Halldórs Laxness, til að sjá fyrir sér nokkuð í líkingu við þær, hvað þá óska þeirra, þegar hugað var til framtíðar. Þess var ekki að vænta að embættismenn komnir á miðjan aldur eða þeir sem vanist höfðu því að viðhorf hinna gömlu væru ætíð góð og gild gætu orðið hliðhollir breytingum sem virtust ætla að kollvarpa sveitamenn- ingunni, sem hafði verið kjölfesta þjóðlífsins, og stefna framtíð þjóðlegs arfs og menningarverðmæta í voða. Meðal þeirra hugmynda sem slíkir menn leituðu til, voru ýmsar sem síðar fengu óorð af vondum félagsskap og reyndust að vísu oft vanhugsaðar. Ég á þá einkum við hugmyndir um sam- band manngildis og arfgengra eiginleika einstaklinga og þjóða eða kynþátta (rasa). Ekkert var eðlilegra en formælendur þjóðlegrar íhaldssemi með örsmárri þjóð, sem átti merka sögu en engan veraldarauð, hrifust af hugmyndum um arfgengt ágæti þjóða og kynþátta, sem áttu sér talsmenn meðal merkra menningarfrömuða erlendra. Slíkar hugmyndir voru líka að mörgu leyti skyldar rótgrónum hugmyndum um ættareiginleika eða kynfylgju. Þetta átti ekki eingöngu við íhaldsmenn. Margt sem Halldór Laxness segir á þessum árum um eðliskosti íslendinga er nærtækast að skilja svo að ekki aðeins menningararfurinn heldur þjóðin sjálf hafi verið gædd sérstökum ágætis- eiginleikum. Engin ástæða er til að áfellast Árna Sigurjónsson fyrir að draga fram ýmsa þætti úr umræðum þess tíma sem hann fjallar um, sem nú þykja broslegir eða jafnvel á stundum heldur til minnkunar þeim sem tóku þátt í umræðunni. Og þótt sjálfsagt sé að reyna að sýna mönnum og hugmyndum sanngirni er einfaldlega ekki hægt að komast hjá að sjá þetta allt í ljósi síðari þróunar og viðburða. Þess vegna virðist mér menn hafa verið óþarflega viðkvæmir fyrir ýmsum ummælum Árna um menn eins og Guðmund Finnbogason og Sigurð Nordal. En að sumu leyti getur hann sjálfum sér um kennt vegna þess hve rnjög hann einfaldar sum fyrirbæri, amk. í framsetningu, og afgreiðir með mnihaldslitlum og jafnvel villandi merkimiðum. Hann virðist líka stundum hafa tilhneigingu til að skilja fullbókstaflega ýkjukenndar yfirlýsingar manna í ritdeilum. Ymsir hnökrar eru á framsetningu og efnismeðferð Árna sem ekki er hægt að komast hjá að gera athugasemdir við. Lýsing hans áþví sem menn skrifuðu °g gerðu á þessum tíma er oft óljós og yfirborðskennd vegna þess að hann gefur fyrirbærum óskýrð nöfn og lætur við það sitja: 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.