Andvari - 01.01.1987, Page 147
ANDVARl
UM HEIMSÁDEILU OG STRÁKSSKAP
145
margt sem við vitum nú gátu þeirra tíma menn með engu móti vitað eða séð
fyrir. Þær málamiðlanir í samfélagsátökum sem fætt hafa af sér meira eða
minna ófullkomin velferðarríki, voru naumast komnar á dagskrá. Á slíkum
tímum var eðlilegt að þjóðernissinnuð íhaldssemi væri hér áhrifamikil.
Breytingarnar framundan voru svo stórstígar að það þurfti bæði byltingarhug
og nýjungagirni, eins og við höfum séð í ritgerðum Halldórs Laxness, til að sjá
fyrir sér nokkuð í líkingu við þær, hvað þá óska þeirra, þegar hugað var til
framtíðar. Þess var ekki að vænta að embættismenn komnir á miðjan aldur
eða þeir sem vanist höfðu því að viðhorf hinna gömlu væru ætíð góð og gild
gætu orðið hliðhollir breytingum sem virtust ætla að kollvarpa sveitamenn-
ingunni, sem hafði verið kjölfesta þjóðlífsins, og stefna framtíð þjóðlegs arfs
og menningarverðmæta í voða. Meðal þeirra hugmynda sem slíkir menn
leituðu til, voru ýmsar sem síðar fengu óorð af vondum félagsskap og
reyndust að vísu oft vanhugsaðar. Ég á þá einkum við hugmyndir um sam-
band manngildis og arfgengra eiginleika einstaklinga og þjóða eða kynþátta
(rasa).
Ekkert var eðlilegra en formælendur þjóðlegrar íhaldssemi með örsmárri
þjóð, sem átti merka sögu en engan veraldarauð, hrifust af hugmyndum um
arfgengt ágæti þjóða og kynþátta, sem áttu sér talsmenn meðal merkra
menningarfrömuða erlendra. Slíkar hugmyndir voru líka að mörgu leyti
skyldar rótgrónum hugmyndum um ættareiginleika eða kynfylgju. Þetta átti
ekki eingöngu við íhaldsmenn. Margt sem Halldór Laxness segir á þessum
árum um eðliskosti íslendinga er nærtækast að skilja svo að ekki aðeins
menningararfurinn heldur þjóðin sjálf hafi verið gædd sérstökum ágætis-
eiginleikum.
Engin ástæða er til að áfellast Árna Sigurjónsson fyrir að draga fram ýmsa
þætti úr umræðum þess tíma sem hann fjallar um, sem nú þykja broslegir eða
jafnvel á stundum heldur til minnkunar þeim sem tóku þátt í umræðunni. Og
þótt sjálfsagt sé að reyna að sýna mönnum og hugmyndum sanngirni er
einfaldlega ekki hægt að komast hjá að sjá þetta allt í ljósi síðari þróunar og
viðburða. Þess vegna virðist mér menn hafa verið óþarflega viðkvæmir fyrir
ýmsum ummælum Árna um menn eins og Guðmund Finnbogason og Sigurð
Nordal. En að sumu leyti getur hann sjálfum sér um kennt vegna þess hve
rnjög hann einfaldar sum fyrirbæri, amk. í framsetningu, og afgreiðir með
mnihaldslitlum og jafnvel villandi merkimiðum. Hann virðist líka stundum
hafa tilhneigingu til að skilja fullbókstaflega ýkjukenndar yfirlýsingar manna
í ritdeilum.
Ymsir hnökrar eru á framsetningu og efnismeðferð Árna sem ekki er hægt
að komast hjá að gera athugasemdir við. Lýsing hans áþví sem menn skrifuðu
°g gerðu á þessum tíma er oft óljós og yfirborðskennd vegna þess að hann
gefur fyrirbærum óskýrð nöfn og lætur við það sitja:
10