Andvari - 01.01.1987, Side 150
148
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARI
þversagnakennt, ef miðað er við kröfur einfeldningslegrar skynsemishyggju:
Halldór Laxness berst hart gegn þjóðernishugmyndafræðinni á þriðja ára-
tugnum en er samt undir miklum áhrifum frá henni. Árni lýsir og greinir
afstöðu hans allvel, að því er mér virðist, en þó gætir nokkuð tilhneigingar til
að láta óskilgreind nöfn koma í staðinn fyrir skýringu sem kæmi lesanda
betur. Um Alþýðubókina segir: „í meginatriðum virðist mér Halldór hallast í
átt að öreigastefnu í þessari bók.“ (90) Hvað á hann við með „öreigastefnu“?
Freistandi er að láta sér detta í hug að Árni sé hér að skírskota til stefnu sem á
baugi var í Sovétríkjunum á þessum árum og nefndist „proletkult“, en þó er
það ekki augljóst enda vandi að koma einu nafni á eitthvað sem Halldór
hallist að í meginatriðum í þeirri bók; ívið þröngt er amk. að binda mannást
hans þar við öreigastéttina eina saman. Satt að segja rekur eitt sig á annars
horn þegar athugaðar eru einstakar yfirlýsingar í Alþýðubókinni, nema
náttúrlega að maður fari að gera ráð fyrir allmikilli gamansemi og hálfkæringi
af hálfu höfundar, en Árni hefur lítið velt því vandamáli fyrir sér. Sann-
leikurinn er sá að meginið af dægurgreinum Halldórs Laxness, eins og margra
fleiri sem frá er sagt í bók Árna, eru ritdeiluskrif. Ritdeilur eru sérstök
bókmenntagrein og eiga sér sína retórík. Þeir sem fjalla um ritdeilur, og þá
ekki síst bókmenntafræðingar, ættu að vera skyldugir að taka öllu meira tillit
til þessa en Árni gerir.
Stundum eru endursagnir Árna svo stuttaralegar að þær verða villandi.
Þetta er td. skrýtin lýsing á megininntakinu í einni merkustu grein í Alþýðu-
bókinni: „Meðal greina í bókinni er fyrirlestur um Jónas Hallgrímsson,
fátækt hans og hagnýtisandann í kvæðum hans.“(90) Árni segir að vísu fleira
um efni greinarinnar en orðalagið bendir til að hann telji það sem hann nefnir
í fyrstu setningu spanna efni hennar að mestu leyti. Ætla mætti að niðurstað-
an væri sú að Jónas hafi verið fátækur í hagnýtisanda. Mig minnir að greinin
sé aðallega um snilld Jónasar.
Einkennilegt er það hve Árni hefur litla samúð með mannlegum veikleika
þegar sósíalistar eiga í hlut. í efnisgrein á mótum bls. 96 og 97 ræðir hann
nokkuð um tilhneigingu íslenskra sósíalista til að hrífast af fegurð og virðist
einna helst telja það til marks um útúrboruhátt og skort á réttri pólitískri
hugsun, sem reyndar hafi komið sér vel á árum samfylkingar: „Má vera að
slík tryggð leiðandi höfunda úr hópi vinstrimanna við kröfuna um fegurð hafi
verið eitt af nauðsynlegum skilyrðum þess að andstæðar fylkingar þjóðernis-
sinna og jafnaðarmanna nálguðust hvor aðra í lok áratugarins.“ Svo það
hefur kannski verið framrétt hönd í sáttaskyni við borgaraleg öfl, þegar
íslenskur sósíalisti lauk skáldsögu sinni með þessum orðum: “Og fegurðin
mun ríkja ein.“ Á því herrans ári 1940!
Yfirlit Árna yfir íslenska skáldsagnagerð millistríðsáranna er góðra gjalda
vert. Þar eru dregin fram í dagsljósið mörg verk sem fallin eru í gleymsku.