Andvari - 01.01.1987, Síða 152
150
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARI
líkara er uppkasti en fullunninni bók. Höfundur hefur bersýnilega áhuga á að
skrifa hressilegan og myndríkan stíl, en mistekst það oft á tíðum svo að úr
verður nykraður óskapnaður:
Tíminn leiddi í ljós að þessar stóryrtu yfirlýsingar Halldórs voru engin nostalgía í nefinu
á honum, frá og með heimkomunni til íslands um áramótin 1930 fórnaði Halldór
ómældum skerf krafta sinna í baráttu fyrir betri tíð með blóm í haga.“ (15)
Lesendum skal látið eftir að skemmta sér við að íhuga þessa málsgrein.
Annað stíllýti, sem mikið kveður að, er tilhneiging til að hlaða alltof miklu
efni inn í eina málsgrein, eins og höfundur hafi ekki verið búinn að hugsa
hana til enda þegar hann byrjaði:
Prátt fyrir að Halldór hafni alfarið þeim efnishyggjuforsendum sem liggja að baki
dólga-marxískri skilgreiningu á marxisma — þ.e. að hægt sé að sanna með raunvísinda-
legri aðferðafræði og skírskotunum til „þróunarlögmála náttúrunnar", bæði að marx-
isminn sé óhjákvæmilegt afsprengi kapítaiismans og einnig hvernig kommúnistísk
þjóðfélög komi til með að verða og þróast, þá tileinkar Halldór sér þessa kreddu
(nauðhyggju) í Alþýðubókinni og boðar hana af miklum móði.(20)
Stundum hjálpa prentvillurnar til að vekja athygli á kauðalegu orðalagi: „Án
efa er vafsamt (sic!) að taka ...“ (22) Dæmi um ranga meðferð á algengum
orðtökum eru auðfundin (sbr. einnig að framan meðferð orðatiltækisins að
segja að eitthvað sé „bara ínösunum á“ einhverjum): „Þessi athugasemd
Helga kemur grátbroslega flatt upp á aðrar heimildir ...“(138; fleiri dæmi eru
um ranga notkun orðtaksins „koma flatt upp á“.)
Amk. eitt nýyrði hygg ég sé að finna í bókinni, og er það reyndar í lýsingu
sem á miklu betur við rithátt höfundar sjálfs en rithátt Halldórs Laxness, sem
þó er til umræðu: „...í öllum skrifum sínum um þjóðfélagsmál er Halldór alls
óhræddur við að gæða skriffæri sitt sjálfstæðu lífi; hann leyfir pennanum að
taka völdin, gefur sig á vald stemmningarinnar (sic!), lætur sjálfgotna stund-
arhrifningu ráða ferðinni og skeytir ekki um mótsagnir.“ (75, auðk. V.Ó.)
Á bls. 126 segir Sigurður um Gerska œvintýrið að það sé „listilega vel
skrifuð bók og þrungin ísmeygilegum sannfæringarkrafti,“ og er ekkert við
það að athuga, nema hvað það stangast illilega við ummæli þremur bls.
framar: „Vorið 1938 kemur Halldór heim til íslands ... og hnoðaði saman
Gerska œvintýrinu.íl Veit ekki höfundur hvað „hnoða“ merkir í svona
sambandi, eða á að skilja þetta, dálítið illkvittnislega, svo að hann finni engan
mun á hnoði og því sem er listilega vel skrifað? Pað væri nú of langt gengið,
því að margir kaflar í bókinni sýna að höfundur getur vel skrifað þokkalegan
stíl. Þeim mun meira undrast maður umburðarlyndi þeirra sem hafa lesið
þetta ritverk yfir áður en það var sent í prentsmiðju.