Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Síða 152

Andvari - 01.01.1987, Síða 152
150 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI líkara er uppkasti en fullunninni bók. Höfundur hefur bersýnilega áhuga á að skrifa hressilegan og myndríkan stíl, en mistekst það oft á tíðum svo að úr verður nykraður óskapnaður: Tíminn leiddi í ljós að þessar stóryrtu yfirlýsingar Halldórs voru engin nostalgía í nefinu á honum, frá og með heimkomunni til íslands um áramótin 1930 fórnaði Halldór ómældum skerf krafta sinna í baráttu fyrir betri tíð með blóm í haga.“ (15) Lesendum skal látið eftir að skemmta sér við að íhuga þessa málsgrein. Annað stíllýti, sem mikið kveður að, er tilhneiging til að hlaða alltof miklu efni inn í eina málsgrein, eins og höfundur hafi ekki verið búinn að hugsa hana til enda þegar hann byrjaði: Prátt fyrir að Halldór hafni alfarið þeim efnishyggjuforsendum sem liggja að baki dólga-marxískri skilgreiningu á marxisma — þ.e. að hægt sé að sanna með raunvísinda- legri aðferðafræði og skírskotunum til „þróunarlögmála náttúrunnar", bæði að marx- isminn sé óhjákvæmilegt afsprengi kapítaiismans og einnig hvernig kommúnistísk þjóðfélög komi til með að verða og þróast, þá tileinkar Halldór sér þessa kreddu (nauðhyggju) í Alþýðubókinni og boðar hana af miklum móði.(20) Stundum hjálpa prentvillurnar til að vekja athygli á kauðalegu orðalagi: „Án efa er vafsamt (sic!) að taka ...“ (22) Dæmi um ranga meðferð á algengum orðtökum eru auðfundin (sbr. einnig að framan meðferð orðatiltækisins að segja að eitthvað sé „bara ínösunum á“ einhverjum): „Þessi athugasemd Helga kemur grátbroslega flatt upp á aðrar heimildir ...“(138; fleiri dæmi eru um ranga notkun orðtaksins „koma flatt upp á“.) Amk. eitt nýyrði hygg ég sé að finna í bókinni, og er það reyndar í lýsingu sem á miklu betur við rithátt höfundar sjálfs en rithátt Halldórs Laxness, sem þó er til umræðu: „...í öllum skrifum sínum um þjóðfélagsmál er Halldór alls óhræddur við að gæða skriffæri sitt sjálfstæðu lífi; hann leyfir pennanum að taka völdin, gefur sig á vald stemmningarinnar (sic!), lætur sjálfgotna stund- arhrifningu ráða ferðinni og skeytir ekki um mótsagnir.“ (75, auðk. V.Ó.) Á bls. 126 segir Sigurður um Gerska œvintýrið að það sé „listilega vel skrifuð bók og þrungin ísmeygilegum sannfæringarkrafti,“ og er ekkert við það að athuga, nema hvað það stangast illilega við ummæli þremur bls. framar: „Vorið 1938 kemur Halldór heim til íslands ... og hnoðaði saman Gerska œvintýrinu.íl Veit ekki höfundur hvað „hnoða“ merkir í svona sambandi, eða á að skilja þetta, dálítið illkvittnislega, svo að hann finni engan mun á hnoði og því sem er listilega vel skrifað? Pað væri nú of langt gengið, því að margir kaflar í bókinni sýna að höfundur getur vel skrifað þokkalegan stíl. Þeim mun meira undrast maður umburðarlyndi þeirra sem hafa lesið þetta ritverk yfir áður en það var sent í prentsmiðju.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.