Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1987, Side 154

Andvari - 01.01.1987, Side 154
152 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI hvort Halldór Laxness hafi einhvern tíma verið marxisti er hætt við að svörin leysist jafnharðan upp í ófrjóum leik með hugtök.“ (164) Ekki er annað að sjá en höfundur geri mjög samviskusamlega grein fyrir viðfangsefni sínu og reyni eftir megni að rekja blæbrigðin í málflutningi Halldórs án þess að gleyma að gefa gætur að hvað hann þegir um á ýmsum tímabilum. Flest af þessu er vitaskuld vel kunnugt þeim sem fylgst hafa með ferli skáldsins, en þó fer ekki hjá því að fróðlegt er að sjá það tekið saman á einum stað. Sigurður lætur sér ekki nægja að rekja ritgerðaskrif og yfirlýs- ingar Halldórs í viðtölum en reynir einnig í hálfgerðum útúrdúr að gera grein fyrir því hvernig viðhorf Halldórs við sósíalisma hafa á hverjum tíma áhrif á skáldsagnagerð hans. Það er vitaskuld flóknara viðfangsefni en svo að gerð verði nein fullnaðarskil í stuttu máli, en margt er í þessum þætti vel athugað. Hér ber þó of oft við að penninn eða ritvélin tekur völdin af gagnrýninni hugsun höfundar: Með lagni má skýra örlagasögu Bjarts algerlega út frá forsendum hans eigin persónu- gerðar, sagan — sjálfstæð og óstudd, býr yfir þeim eiginleika að geta sjálf bundið og leyst alla sína þræði. Skáldsagan Sjálfstætt fólk er skilgetið afkvæmi sinnar samtíðar og innlegg í baráttu samtímans, um leið og hún er um og fyrir Manninn — eilífan og óumbreytanlegan.(135) Við þessu er víst ekkert að segja nema Amen! Bókinni lýkur með því að fjallað er um ,,fráhvarf“ Halldórs frá sovéttrú og afneitun marxismans. Pað er nokkuð viðkvæmt og erfitt mál. Sigurður reynir að verja andstæðar túlkunir Halldórs á sömu fyrirbærum með afstæðu sann- leikshugtaki: í Skáldatíma er engu að síður hvergi logið, þar er hvergi farið með bein ósannindi. í ferðabókum Halldórs og öðrum skrifum um Sovétríkin er heldur hvergi logið — sannleikurinn er einfaldlega breytilegur eftir því hvaðan á hann er horft, hvernig hann er meðhöndlaður. (159) Hvernig skyldi nú Sigurður vita svona mikið? Fetta stangast beinlínis við fyrri ummæli hans um ósannindi í ferðasögum frá Sovétríkjunum (sbr. td. bls. 81). Það kann líka að vera vafasamur greiði við annan mann að leysa hann svo gersamlega undan allri kröfu um samkvæmni við sjálfan sig, og ganga um leið í ábyrgð fyrir sannleiksgildi orða hans. Hitt verður víst aldrei upplýst, og má etv. einu gilda, hvort Halldór Laxness sagði sjálfum sér alltaf jafnósatt og öðrum, þegar hann var að skrifa um Sovétferðir sínar og síðan að endurmeta fortíðina í Skáldatíma og víðar. Eins og fyrr segir er ritgerð Sigurðar Hróarssonar gagnleg um margt, en það var leitt að hann skyldi ekki gefa sér tíma til að hreinrita hana, og hefði þá, auk þess að lagfæra lýti á málfari og stíl, víða mátt draga saman og sneiða hjá endurtekningum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.