Andvari - 01.01.1987, Page 154
152
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARI
hvort Halldór Laxness hafi einhvern tíma verið marxisti er hætt við að svörin
leysist jafnharðan upp í ófrjóum leik með hugtök.“ (164)
Ekki er annað að sjá en höfundur geri mjög samviskusamlega grein fyrir
viðfangsefni sínu og reyni eftir megni að rekja blæbrigðin í málflutningi
Halldórs án þess að gleyma að gefa gætur að hvað hann þegir um á ýmsum
tímabilum. Flest af þessu er vitaskuld vel kunnugt þeim sem fylgst hafa með
ferli skáldsins, en þó fer ekki hjá því að fróðlegt er að sjá það tekið saman á
einum stað. Sigurður lætur sér ekki nægja að rekja ritgerðaskrif og yfirlýs-
ingar Halldórs í viðtölum en reynir einnig í hálfgerðum útúrdúr að gera grein
fyrir því hvernig viðhorf Halldórs við sósíalisma hafa á hverjum tíma áhrif á
skáldsagnagerð hans. Það er vitaskuld flóknara viðfangsefni en svo að gerð
verði nein fullnaðarskil í stuttu máli, en margt er í þessum þætti vel athugað.
Hér ber þó of oft við að penninn eða ritvélin tekur völdin af gagnrýninni
hugsun höfundar:
Með lagni má skýra örlagasögu Bjarts algerlega út frá forsendum hans eigin persónu-
gerðar, sagan — sjálfstæð og óstudd, býr yfir þeim eiginleika að geta sjálf bundið og
leyst alla sína þræði. Skáldsagan Sjálfstætt fólk er skilgetið afkvæmi sinnar samtíðar og
innlegg í baráttu samtímans, um leið og hún er um og fyrir Manninn — eilífan og
óumbreytanlegan.(135)
Við þessu er víst ekkert að segja nema Amen!
Bókinni lýkur með því að fjallað er um ,,fráhvarf“ Halldórs frá sovéttrú og
afneitun marxismans. Pað er nokkuð viðkvæmt og erfitt mál. Sigurður reynir
að verja andstæðar túlkunir Halldórs á sömu fyrirbærum með afstæðu sann-
leikshugtaki:
í Skáldatíma er engu að síður hvergi logið, þar er hvergi farið með bein ósannindi. í
ferðabókum Halldórs og öðrum skrifum um Sovétríkin er heldur hvergi logið —
sannleikurinn er einfaldlega breytilegur eftir því hvaðan á hann er horft, hvernig hann er
meðhöndlaður. (159)
Hvernig skyldi nú Sigurður vita svona mikið? Fetta stangast beinlínis við fyrri
ummæli hans um ósannindi í ferðasögum frá Sovétríkjunum (sbr. td. bls. 81).
Það kann líka að vera vafasamur greiði við annan mann að leysa hann svo
gersamlega undan allri kröfu um samkvæmni við sjálfan sig, og ganga um leið
í ábyrgð fyrir sannleiksgildi orða hans. Hitt verður víst aldrei upplýst, og má
etv. einu gilda, hvort Halldór Laxness sagði sjálfum sér alltaf jafnósatt og
öðrum, þegar hann var að skrifa um Sovétferðir sínar og síðan að endurmeta
fortíðina í Skáldatíma og víðar.
Eins og fyrr segir er ritgerð Sigurðar Hróarssonar gagnleg um margt, en
það var leitt að hann skyldi ekki gefa sér tíma til að hreinrita hana, og hefði
þá, auk þess að lagfæra lýti á málfari og stíl, víða mátt draga saman og sneiða
hjá endurtekningum.