Andvari - 01.01.1987, Síða 158
156
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ANDVARI
III
Athyglisverðasta túlkun Jónasar sjálfs á þessum málum er í frægri grein
sem heitir „Nýr landsmálagrundvöllur“ og birtist í Rétti (1. hefti) 1918.
Hefur hún sérstakt gildi vegna þess hve skömmu eftir atburðina hún er rituð.
í greininni er Jónas að boða málstað sem honum hafði orðið tíðritað um
árin á undan: nauðsyn fastrar skiptingar í stjórnmálaflokka. Telur hann
íslandi henta það, sem hann kallar „eðlilega flokkaskiptingu“, þ.e. þrískipt-
ingu í íhaldsflokk, frjálslyndan flokk og jafnaðarmannaflokk, í stað losara-
legrar flokkaskiptingar um afstöðuna til Danmerkur. Sig og sína samherja
talar hann um sem „samtök allmargra yngri manna um land allt um nýja
blað- og flokksstofnun.“ Hafi þeir stefnt að nýrri flokkaskiptingu, en „af
ýmsum ástæðum“ sætt sig „vel við að sitja hjá um stund“. Síðan hafi þeir
„stofnað vinstrimanna blöðin tvö, Tímann og Dag. “ En vinstri menn er heiti
Jónasar á þessum óformlegu samtökum.
í kosningunum 1916 „þótti þeim mönnum, er stóðu að vinstrimanna
samtökunum, tími til kominn að hefjast handa. Samkomulag náðist ekki um
að sameina bændalistana. Studdu þá vinstrimenn í Skagafirði og Húna-
vatnssýslu þingbændalistann, en í öðrum héruðum lista Óháðra bænda.
Vissu, sem á daginn kom, að þau tvö flokksbrot myndu síðar renna saman,
enda væri stefnabeggja spor í rétta átt...“ Jónas vottar sem sagt að hann hafi
sjálfur stutt Óháða bændur, en gerir lítið úr muninum á bændaflokkunum
tveim. „Bændaflokkamir voru byrjun að vinstrimannaflokki í þinginu.“ Þeir
„runnu . . . saman og mynduðu Framsóknarflokkinn og tóku þátt í myndun
ráðuneytis“, og „snemma á árinu 1917 byrjuðu vinstrimenn hið áformaða
blað sitt, Tímann, til að styðja Framsóknarflokkinn“ og ráðherra hans. Jónas
setur Framsóknarflokknum ákveðin markmið: „Pó að vinstrimannaflokk-
urinn spretti í skjóli bændaflokkanna, getur hann engan veginn orðið agrar-
flokkur. Þröngsýnir og smásálarlegir bændur og sveitavinir geta ekki átt þar
heima.“ Þetta eru þó markmið fyrir framtíðina fremur en að hann líti á
Framsóknarflokkinn sem sinn vinstri flokk alskapaðan. Og vanþóknun Jón-
asar á „agrarflokkum“ — þ.e. hagsmunaflokkum bændastéttarinnar — virð-
ist beint gegn fyrirrennurum Framsóknarflokksins báðum jafnt.
IV
Bændaflokkurinn gamli byrjaði að mótast á þingi 1912 og starfaði sem
þingflokkur fram til 1915. í fýrstu var að því stefnt að hann væri samtök allra
bænda á þingi, og gátu þau samtök aðeins verið mjög lausleg; flokksmenn