Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 162

Andvari - 01.01.1987, Page 162
160 HELGI SKÚLI KJARTANSSON ANDVARI Sigurður í Ystafelli náði örugglega kjöri og Ágúst í Birtingaholti féll naum- lega í baráttusætinu. Bændaflokkurinn fékk aðeins 7,5% atkvæða á móti rúmlega 22% Óháðra bænda og var fjarri því að koma að manni. Þarna virtust kjósendur hafa gert upp hug sinn býsna ótvírætt um það, hverjir væru réttir málsvarar bændastéttarinnar í stjórnmálum. í kjördæmakosningunum um haustið snerust hins vegar styrkleikahlutföll bændafylkinganna rækilega við. Óháðir bændur buðu aðeins fram í þremur kjördæmum og komu einum manni að, Sveini Ólafssyni í Firði, en Gestur á Hæli féll naumlega í Árnessýslu. Bændaflokkurinn fékk hins vegar fimm menn kjördæmakjörna. Þetta ójafna hlutfall, fimm þingmenn á móti einum, sýnir þó ekki styrkleika bændaflokkanna meðal kjósenda. Fjórir af þing- mönnum Bændaflokksins sátu á þingi fyrir og hafa notið persónufylgis frem- ur en endilega flokksfylgis; aðeins einn vann nýtt þingsæti, Einar Árnason á Eyrarlandi í Eyjafirði. Og í tvímenningskjördæmum hlaut flokkurinn hvergi nema annað þingsætið, sem líka var veikleikamerki. Eftir kosningarnar var augljóst að hvorug fylkingin hafði styrk til að hunsa hina, enda sameinuðust þær strax og þing kom saman. Bættist flokknum þá líka áttundi þingmaður- inn, Þorsteinn M. Jónsson, sem kosinn hafði verið í Norður-Múlasýslu sem „óháður sjálfstæðismaður“; hann var ungur kennari og mun hafa tilheyrt „vinstri manna flokki“ Jónasar frá Hriflu. Jörundur Brynjólfsson var líka í samstarfi við Framsóknarflokkinn og ekki annað en tillitssemi við Alþýðu- flokkinn sem hamlaði að hann gerðist formlega flokksmaður. VI Hér var Framsóknarflokkurinn sem sagt orðinn til, en að hve miklu leyti var hann runninn undan rif jum Jónasar frá Hriflu? Vissulega var hann þáttur í því flokkakerfi sem Jónas hafði boðað. En hann var um leið rökrétt, jafnvel óhjákvæmilegt, framhald af því flokksstarfi sem þegar var hafið meðal bænda á þingi. Ákvörðun Bændaflokksins 1915 um sjálfstætt framboð árið eftir hefur tæplega verið tekin vegna neinna áhrifa frá Jónasi, þótt hann virðist hins vegar hafa gert árangurslausa tilraun til að hafa áhrif á uppstillingu flokksins. Síðan var Jónas með í ráðum um framboð Óháðra bænda. Aðalheimildin um hlut hans að því máli er stuttorð frásögn sjálfs hans áratugum síðar, og verður ekki ráðið af henni í neinum smáatriðum hve mikinn þátt Jónas átti í því að mynda hreyfinguna um þetta framboð. Einkum virðist hann hafa haft áhrif sem persónulegur ráðunautur Gests á Hæli, sem var ótvírætt aðalmað- urinn í framboðshreyfingunni. Það var hugmynd Jónasar sem farið var eftir um skipun Sigurðar í Ystafelli í efsta sæti landskjörslistans, og hann studdi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.