Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1987, Side 168

Andvari - 01.01.1987, Side 168
166 HARRY S0IBERG ANDVARI með sínu einhæfa hljóðfalli. Lengi vel hljómuðu þeir eins og tilbreytingar- laust raul, en allt í einu hófust þeir upp í hátíðlega kveðandi þegar einhver hinna fornu hetja drýgir eina sína rómuðu dáð eða mætir dauða sínum með harmsögulegum hætti. Hann steig hljóðfallið með fótunum og líkaminn reri í einhvers konar frumlægu algleymi. Á þeim stundum hefur honum áreiðan- lega fundist hann endurlifa löng vetrarkvöld bernskuheimilisins þegar prest- urinn, fjölskylda hans og heimilisfólk, sátu saman í hring í baðstofunni, við hannyrðir og heimilisverk, og allir kváðu. Enginn íslendingur sem lagt hefur á hafið bar fremur en Jónas Guðlaugsson í minni sögu ættlands síns, skáld- skap þess og sagnaarf. Varla hefur annað íslenskt skáld á vorum dögum líkst meir skáldum fornsagnanna en hann. Útliti hans hefur líka svipað til þessara náttúrubarna sem í fyrndinni tóku sig upp frá íslandi og unnu sér frama hjá konungum og jörlum fyrir hæfileika til að frægja hreystiverk og syngja um ást sína til ættlandsins. Ég ætla að reyna að bregða upp mynd af honum eins og ég man hann enn frá æsku okkar, þennan unga mann sem varla fékk að lifa æsku sína til enda. Ennið var hátt og hvelft, minnti á þaninn fuglsvæng, hárið ljósrautt og liðað, ýft eins og í stormi. Augum hans verður varla með orðum lýst. Augnabrúnir bogadregnar og undan þeim störðu augun, ætíð full undrunar yfir því sem þau sáu, áberandi kringlótt, ljósblá, sífellt hjúpuð og döggvuð eins og blár himinn með skýja- slæðum sem sólarljósið nær ekki í gegnum. Og þegar andinn kom yfir hann varð augnaráðið fjarrænt, næstum eins og svefn færi á hann. Hann bar lítið efrivararskegg, snúið í enda og stóð út eins og í andstöðu við gelgjulegt yfirbragð, bogadregnar varir og ávalar kinnar, fölrjóðar eins og á yngismey. En lundarfarið var eins karlmannlegt og einbeitt og hjá hverjum öðrum sem ég hef þekkt. Það er sérstæðast við hið stutta æviskeið Jónasar Guðlaugssonar að á tæpum þrjátíu árum sem honum auðnaðist að lifa reyndi hann svo margt og glímdi við að hann nær sama þroska og sjötugur maður. Einu sinni sagði hann mér að á sinni fyrstu ferð hingað til lands hefði spákona í írskum hafnarbæ spáð svo fyrir honum að hann myndi deyja ungur, en hann yrði jafnmikils metinn í því landi sem hann færi til og heimalandi sínu. Örlagatrúin hefur ugglaust verið rík í huga hans sem hafði drukkið í sig fornsögur, og honum hefur fundist hann í hópi þeirra hirðskálda sem héldu utan frá íslandi og fengu að heyra hver myndi verða aldurtili þeirra. Hann er bráðþroska; aðeins sextán ára gamall er hann tekinn að flytja mál Landvarnarflokksins í ræðu og riti. Stuttu seinna gerir flokkurinn hann að ritstjóra blaðsins „Valurinn“. Tæplega fullvaxta piltur orðinn pólitískur rit- stjóri, — ekki leikur vafi á að þá þegar hefur hann sýnt einstæðar gáfur. Hann kom fram sem ljóðskáld árið 1905, nítján ára gamall. Á skömmum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.