Andvari - 01.01.1987, Page 168
166
HARRY S0IBERG
ANDVARI
með sínu einhæfa hljóðfalli. Lengi vel hljómuðu þeir eins og tilbreytingar-
laust raul, en allt í einu hófust þeir upp í hátíðlega kveðandi þegar einhver
hinna fornu hetja drýgir eina sína rómuðu dáð eða mætir dauða sínum með
harmsögulegum hætti. Hann steig hljóðfallið með fótunum og líkaminn reri í
einhvers konar frumlægu algleymi. Á þeim stundum hefur honum áreiðan-
lega fundist hann endurlifa löng vetrarkvöld bernskuheimilisins þegar prest-
urinn, fjölskylda hans og heimilisfólk, sátu saman í hring í baðstofunni, við
hannyrðir og heimilisverk, og allir kváðu. Enginn íslendingur sem lagt hefur
á hafið bar fremur en Jónas Guðlaugsson í minni sögu ættlands síns, skáld-
skap þess og sagnaarf. Varla hefur annað íslenskt skáld á vorum dögum líkst
meir skáldum fornsagnanna en hann. Útliti hans hefur líka svipað til þessara
náttúrubarna sem í fyrndinni tóku sig upp frá íslandi og unnu sér frama hjá
konungum og jörlum fyrir hæfileika til að frægja hreystiverk og syngja um ást
sína til ættlandsins.
Ég ætla að reyna að bregða upp mynd af honum eins og ég man hann enn
frá æsku okkar, þennan unga mann sem varla fékk að lifa æsku sína til enda.
Ennið var hátt og hvelft, minnti á þaninn fuglsvæng, hárið ljósrautt og
liðað, ýft eins og í stormi.
Augum hans verður varla með orðum lýst. Augnabrúnir bogadregnar og
undan þeim störðu augun, ætíð full undrunar yfir því sem þau sáu, áberandi
kringlótt, ljósblá, sífellt hjúpuð og döggvuð eins og blár himinn með skýja-
slæðum sem sólarljósið nær ekki í gegnum. Og þegar andinn kom yfir hann
varð augnaráðið fjarrænt, næstum eins og svefn færi á hann.
Hann bar lítið efrivararskegg, snúið í enda og stóð út eins og í andstöðu við
gelgjulegt yfirbragð, bogadregnar varir og ávalar kinnar, fölrjóðar eins og á
yngismey. En lundarfarið var eins karlmannlegt og einbeitt og hjá hverjum
öðrum sem ég hef þekkt.
Það er sérstæðast við hið stutta æviskeið Jónasar Guðlaugssonar að á
tæpum þrjátíu árum sem honum auðnaðist að lifa reyndi hann svo margt og
glímdi við að hann nær sama þroska og sjötugur maður. Einu sinni sagði hann
mér að á sinni fyrstu ferð hingað til lands hefði spákona í írskum hafnarbæ
spáð svo fyrir honum að hann myndi deyja ungur, en hann yrði jafnmikils
metinn í því landi sem hann færi til og heimalandi sínu. Örlagatrúin hefur
ugglaust verið rík í huga hans sem hafði drukkið í sig fornsögur, og honum
hefur fundist hann í hópi þeirra hirðskálda sem héldu utan frá íslandi og
fengu að heyra hver myndi verða aldurtili þeirra.
Hann er bráðþroska; aðeins sextán ára gamall er hann tekinn að flytja mál
Landvarnarflokksins í ræðu og riti. Stuttu seinna gerir flokkurinn hann að
ritstjóra blaðsins „Valurinn“. Tæplega fullvaxta piltur orðinn pólitískur rit-
stjóri, — ekki leikur vafi á að þá þegar hefur hann sýnt einstæðar gáfur.
Hann kom fram sem ljóðskáld árið 1905, nítján ára gamall. Á skömmum