Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Síða 170

Andvari - 01.01.1987, Síða 170
168 HARRY S0IBERG ANDVARI tíma sendi hann frá sér þrjú ljóðasöfn sem strax sýna hæfileika hans og binda miklar vonir við nafn hans í þessu skáldauðuga landi. Á tuttugasta og fyrsta aldursári heldur hann til Danmerkur2) og þar býr hann síðan til æviloka. Á þessum tíma dvaldist hann um stutt skeið í Noregi og Pýskalandi og einu sinni sótti hann ættland sitt heim. Það má merkilegt heita að hann var sendur hingað til lands sem einhvers konar búnaðarráðu- nautur, líklega á vegum flokks síns, þótt varla hafi hann staðið á traustum grunni á svo sérgreindu sviði. Pað var um þessar mundir sem ég hitti hann ásamt öðrum ungum og bráðgáfuðum íslendingi, Jóhanni Sigurjónssyni, sem hingað var kominn til að læra dýralækningar. Svo virðist sem þörfin á að efla íslenskan landbúnað hafi verið brýn, úr því að tveir svo sérstæðir efnismenn voru sendir utan til að afla þekkingar á dönskum landbúnaði. Varla hefur verið unnt að finna fjarlægara viðfangsefni handa þessum tveimur ungu mönnum sem bjuggu yfir svo augljósri og áberandi skáldgáfu. Jóhann Sigurjónsson hafði þegar samið tvö leikrit. Annað þeirra, Bóndinn á Hrauni (Gaarden Hraun), hafði verið tekið til sýninga hjá Konunglega leikhúsinu, en því miður ekki enn sett á svið. Þetta voru fyrstu íslensku skáldverkin sem samin voru á dönsku (Fyrsta leikrit Jóhanns, Dr. Rung, kom út 1905. Aths. þýðanda). Á þessum árum var Kaupmannahöfn ennþá miðstöð fyrir norræna málara og skáld, einkum frá Noregi. Nýjar kynslóðir norskra listamanna sóttu fram, næstum eins og í berserksgangi í kjölfar Ibsens og Björnsons, en sú breiða rák sem þeir létu að baki vísaði veginn til Evrópufrægðar. Munck og Hamsun höfðu þegar unnið sér fastan sess í listalífi Norðurlanda; Karsten, Wildenvey, Haukland, Henrik Lund, svo aðeins séu nefndir fáir þeirra óstýrilátu andans manna sem á þessum árum settu kaffihúsa- og listalíf Kaupmannahafnar á annan endann. í þessu iðukasti skýtur nú líka Jónas Guðlaugsson upp kollinum. Hér lifði hann æskuár sem einnig honum urðu inngönguskeið til þess skáldferils í íslenskum og dönskum bókmenntum sem hann átti fyrir höndum. Hann hafði kvænst norskri konu, Torborg Schöjen, en það hjónaband varð skammvinnt af því það hafði engar fjárhagslegar forsendur. En í huga hans markar það greinileg spor og verður honum reynsla sem hann býr að, eins og birtist í fögrum og karlmannlegum hendingum frá þessum tíma: Du staar der tavs, du staar der bleg, og skont jeg er dig nær, du har ej Ord, du har ej Blik for den, der var dig kær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.