Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 170
168
HARRY S0IBERG
ANDVARI
tíma sendi hann frá sér þrjú ljóðasöfn sem strax sýna hæfileika hans og binda
miklar vonir við nafn hans í þessu skáldauðuga landi.
Á tuttugasta og fyrsta aldursári heldur hann til Danmerkur2) og þar býr
hann síðan til æviloka. Á þessum tíma dvaldist hann um stutt skeið í Noregi
og Pýskalandi og einu sinni sótti hann ættland sitt heim. Það má merkilegt
heita að hann var sendur hingað til lands sem einhvers konar búnaðarráðu-
nautur, líklega á vegum flokks síns, þótt varla hafi hann staðið á traustum
grunni á svo sérgreindu sviði.
Pað var um þessar mundir sem ég hitti hann ásamt öðrum ungum og
bráðgáfuðum íslendingi, Jóhanni Sigurjónssyni, sem hingað var kominn til
að læra dýralækningar. Svo virðist sem þörfin á að efla íslenskan landbúnað
hafi verið brýn, úr því að tveir svo sérstæðir efnismenn voru sendir utan til að
afla þekkingar á dönskum landbúnaði. Varla hefur verið unnt að finna
fjarlægara viðfangsefni handa þessum tveimur ungu mönnum sem bjuggu yfir
svo augljósri og áberandi skáldgáfu.
Jóhann Sigurjónsson hafði þegar samið tvö leikrit. Annað þeirra, Bóndinn
á Hrauni (Gaarden Hraun), hafði verið tekið til sýninga hjá Konunglega
leikhúsinu, en því miður ekki enn sett á svið. Þetta voru fyrstu íslensku
skáldverkin sem samin voru á dönsku (Fyrsta leikrit Jóhanns, Dr. Rung, kom
út 1905. Aths. þýðanda).
Á þessum árum var Kaupmannahöfn ennþá miðstöð fyrir norræna málara
og skáld, einkum frá Noregi. Nýjar kynslóðir norskra listamanna sóttu fram,
næstum eins og í berserksgangi í kjölfar Ibsens og Björnsons, en sú breiða rák
sem þeir létu að baki vísaði veginn til Evrópufrægðar. Munck og Hamsun
höfðu þegar unnið sér fastan sess í listalífi Norðurlanda; Karsten, Wildenvey,
Haukland, Henrik Lund, svo aðeins séu nefndir fáir þeirra óstýrilátu andans
manna sem á þessum árum settu kaffihúsa- og listalíf Kaupmannahafnar á
annan endann.
í þessu iðukasti skýtur nú líka Jónas Guðlaugsson upp kollinum. Hér lifði
hann æskuár sem einnig honum urðu inngönguskeið til þess skáldferils í
íslenskum og dönskum bókmenntum sem hann átti fyrir höndum. Hann hafði
kvænst norskri konu, Torborg Schöjen, en það hjónaband varð skammvinnt
af því það hafði engar fjárhagslegar forsendur. En í huga hans markar það
greinileg spor og verður honum reynsla sem hann býr að, eins og birtist í
fögrum og karlmannlegum hendingum frá þessum tíma:
Du staar der tavs, du staar der bleg,
og skont jeg er dig nær,
du har ej Ord, du har ej Blik
for den, der var dig kær.