Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 172

Andvari - 01.01.1987, Page 172
170 HARRY S0IBERG ANDVARI arbakka og bylgjandi kornakra, þeirrar dönsku jarðar sem á þessum árum gaf oss svo auðug og hugfólgin skáld sem Aakjær og Holstein. Aldrei sleit hugur hans sig frá íslandi, að lesa skáldskap hans er sem að fá sýn yfir landið. Hann var í sannleika íslenska hirðskáldið á ókunnum slóðum, söng um land sitt og þjóð með svo djúpnæmri og víðtækri tjáningu, að um vitund hans verður oss ljós, líkt og í fyrsta sinn, skapgerð íslendinga og þjóðarsál. Hann náði því líka að koma út þremur bókum í óbundnu máli: Sólrún og biðlar hennar, Moníka og Breiðfirðingar. í þessum frásögnum getur að finna lýsingar úr íslensku þjóðlífi, frásögnin næmleg á tæru máli sem minnir á Björnson,yndisfullanfrásagnarstílSigrúnará Sunnuhvoli, og hæfir velhinu gamla íslandi sem Jónas Guðlaugsson segirfrá. Skáldið bregður upp atvikum frá landi bernsku sinnar, við sjáum sérstæðar manngerðir alþýðufólks, kynn- umst lífinu á íslenskum sveitabýlum og kotum; um allt þetta vefst andblær frá fornsögum, en samt veitir það ugglaust trúa mynd af íslensku þjóðlífi í byrjun aldarinnar. Einnig í þessu er hann skyggn á þau svið mannssálarinnar sem ekki sjást hversdagslega en samt gefa manneskjunni sinn svip og þunga. Skáldskap hans hér í Danmörku var tekið af opnum huga sem svo oft hefur sýnt skilning á menntalífi og list nágrannalanda vorra. Margir samtíðarmenn hans skildu að hann var nýr og dýrmætur höfundur. Þrátt fyrir æsku sína var hann einn þeirra íslendinga sem á þessum árum, áður en sambandslögin tóku gildi, börðust fyrir sjálfstæði lands síns í stjórn- skipulagi með Danmörku, fyrir fánamálinu og sambandsmálinu, en þó án þess að brjóta á landi voru. Hann var enginn aðskilnaðarsinni, en draumsýn hans var sjálfstæðistímabil íslenska þjóðveldisins. Hann var óþreytandi að skrifa í dagblöðin um fortíð íslands og framtíð, af þekkingu og innsæi sem gat komið lærðustu þjóðréttarfræðingum í opna skjöldu. í lagaþrætum var hann líka hreinræktaður íslendingur. Vart hefur nokkur íslendingur á vorum dögum verið nánar tengdur oss Dönum en hann. Hann hafði víðtækan kunnugleika á bókmenntum vorum, sögu og þjóðlífi, hann hafði lesið óvenjumikið og bjó yfir þekkingu svo næstum var hægt að slá upp í honum eins og alfræðibók. Sú hugsun var ætíð rík í honum að fylkja Norðurlandamönnum saman, ekki einungis að kynþætti og menningu, heldur var líkt og hann skynjaði fyrir þann anda sem tvær heimsstyrjaldir hafa vakið, anda samheldni og eindrægni meðal Dana, Norðmanna og Svía, — að íslendingum ógleymdum. Kan I mærke, det lysner af Solskin i Sindet, kan I se, at det gloder af Tanker og Ord, at vi samles i Haabet og modes i Mindet, vi Born af en Race, vi Sonner af Nord,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.