Andvari - 01.01.1987, Síða 172
170
HARRY S0IBERG
ANDVARI
arbakka og bylgjandi kornakra, þeirrar dönsku jarðar sem á þessum árum gaf
oss svo auðug og hugfólgin skáld sem Aakjær og Holstein.
Aldrei sleit hugur hans sig frá íslandi, að lesa skáldskap hans er sem að fá
sýn yfir landið. Hann var í sannleika íslenska hirðskáldið á ókunnum slóðum,
söng um land sitt og þjóð með svo djúpnæmri og víðtækri tjáningu, að um
vitund hans verður oss ljós, líkt og í fyrsta sinn, skapgerð íslendinga og
þjóðarsál.
Hann náði því líka að koma út þremur bókum í óbundnu máli: Sólrún og
biðlar hennar, Moníka og Breiðfirðingar. í þessum frásögnum getur að
finna lýsingar úr íslensku þjóðlífi, frásögnin næmleg á tæru máli sem minnir á
Björnson,yndisfullanfrásagnarstílSigrúnará Sunnuhvoli, og hæfir velhinu
gamla íslandi sem Jónas Guðlaugsson segirfrá. Skáldið bregður upp atvikum
frá landi bernsku sinnar, við sjáum sérstæðar manngerðir alþýðufólks, kynn-
umst lífinu á íslenskum sveitabýlum og kotum; um allt þetta vefst andblær frá
fornsögum, en samt veitir það ugglaust trúa mynd af íslensku þjóðlífi í byrjun
aldarinnar. Einnig í þessu er hann skyggn á þau svið mannssálarinnar sem
ekki sjást hversdagslega en samt gefa manneskjunni sinn svip og þunga.
Skáldskap hans hér í Danmörku var tekið af opnum huga sem svo oft hefur
sýnt skilning á menntalífi og list nágrannalanda vorra. Margir samtíðarmenn
hans skildu að hann var nýr og dýrmætur höfundur.
Þrátt fyrir æsku sína var hann einn þeirra íslendinga sem á þessum árum,
áður en sambandslögin tóku gildi, börðust fyrir sjálfstæði lands síns í stjórn-
skipulagi með Danmörku, fyrir fánamálinu og sambandsmálinu, en þó án
þess að brjóta á landi voru. Hann var enginn aðskilnaðarsinni, en draumsýn
hans var sjálfstæðistímabil íslenska þjóðveldisins. Hann var óþreytandi að
skrifa í dagblöðin um fortíð íslands og framtíð, af þekkingu og innsæi sem gat
komið lærðustu þjóðréttarfræðingum í opna skjöldu. í lagaþrætum var hann
líka hreinræktaður íslendingur.
Vart hefur nokkur íslendingur á vorum dögum verið nánar tengdur oss
Dönum en hann. Hann hafði víðtækan kunnugleika á bókmenntum vorum,
sögu og þjóðlífi, hann hafði lesið óvenjumikið og bjó yfir þekkingu svo
næstum var hægt að slá upp í honum eins og alfræðibók.
Sú hugsun var ætíð rík í honum að fylkja Norðurlandamönnum saman,
ekki einungis að kynþætti og menningu, heldur var líkt og hann skynjaði fyrir
þann anda sem tvær heimsstyrjaldir hafa vakið, anda samheldni og eindrægni
meðal Dana, Norðmanna og Svía, — að íslendingum ógleymdum.
Kan I mærke, det lysner af Solskin i Sindet,
kan I se, at det gloder af Tanker og Ord,
at vi samles i Haabet og modes i Mindet,
vi Born af en Race, vi Sonner af Nord,