Andvari - 01.01.1987, Page 173
andvari
JÓNAS GUÐLAUGSSON
171
kvað hann 1912 í ljóði sínu, „Det nye Nord“, sem Carl Nielsen hefur samið
tónlist við.
Hann var ekki aðeins íslendingur, hann var Norðurlandabúi af lífi og sál.
Vormorguninn 15. apríl 1916 lést hann skyndilega á Skagen, ekki þrítugur
að aldri. Síðustu þrjú ár ævi sinnar var hann nátengdur Skagen. Hann hafði
kvænst þýskri konu af hollenskum ættum, Marietje Ingenohl sem hann
kynntist þar norður frá. Þetta voru þrjú stutt hamingjurík ár sem færðu
honum son og heimili, þessum friðlausa förumanni.
Hann dó á Skagens Hotel, hann hafði verið vanheill tæpt ár. Snemma
morguns vakti hann „Mor Anni“, óvenjulega konu sem á þessum árum var
móðir og verndari svo margra þeirra hrjáðu listamanna sem leituðu skjóls á
heimili hennar.
Hann hafði fengið blóðspýting. Mor Anni var eina manneskjan sem sat við
rúm hans og hélt um hönd honum. Aprílsólin varpaði fyrstu geislum sínum
inn um gluggann. Síðustu orð hans voru: „Sjáið vorsólina . . . það er gott að
þér sitjið hér, Mor Anni... “ og svo nefndi hann nöfn konu sinnar og sonar.
Hann er grafinn í kirkjugarði Skagen, fast við listamannagrafreitinn mikla
sem þar er, og nokkrir af vinum hans reistu honum minnisvarða á leiðinu.
1) I dönskum heimildum er Jónas jafnan talinn fæddur 1886, en eigi að síður mun 1887 vera hið rétta
fsðingarár. Jónas mun hafa sagst ári eldri en hann var, upphaflega til að hann yrði tekinn gildur sem
ábyrgðarmaður Valsins.
Jónas fór fyrst til Noregs og gaf þar út bókina Satige fra Nordhavet, raunar stendur á útgáfunni
>,Kristiania og Köbenhavn". — Aðrar missagnir í grein Söibergs eru smávægilegar og hef ég leiðrétt
jafnóðum þær sem ég vissi af.
G. St.