Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 51

Andvari - 01.01.1991, Page 51
andvari JÓRVÍKURFÖR í EGILS SÖGU 49 hann hlýtur viðurkenningu konungs, sem hann oftar en ekki hefur átt í ein- hverjum deilum við. í íslendingaþáttum eru þessi átök oftast fremur yfir- borðsleg og hrófla ekki við þeim skýra stéttamun sem er á bónda og konungi. I báðum þessum sögumynstrum er sæmd aðalpersónu í húfi. í þáttum og frá- sögnum íslendingasagna af utanförum söguhetja er aukin sæmd hetjunnar venjulega niðurstaðan, og hún fæst að jafnaði án teljandi fórna. í deilumál- um innan lands er jafnan meiri vandi að afla og gæta sæmdarinnar, og það kostar oft miklar fórnir. Meginstef íslendingasagna er sæmd einstaklinga í samfélagi bænda þar sem stéttamunur er lítill og hver frjáls karlmaður á sæmdar að gæta fyrir sjálfan sig og ætt sína. Þær eru í rauninni hetjukviður í lausu máli, sem stund- um hneigjast til hins kómíska en hafa þó oftar tragískan hljóm. Jafnframt leiða þær í ljós reglur tafls um völd og orðstír í samfélagi þar sein sæmdin telst meira virði en lífið og strangar siðareglur reistar á þessum grunni leiða menn oft út í ógæfu. í frásögnum af íslendingum erlendis er því hins vegar oft lýst hvernig frjáls einstaklingur getur aukið sæmd sína með því að gerast konungsmaður án þess að þessi tengsl svipti hann þó persónulegu frelsi eða sæmd. Átökin um það svigrúm sem einstaklingurinn verður að hafa til að halda sæmd sinni geta leitt yfir hann ógæfu, en vegna þess að gæfa fylgir yfir- leitt báðum aðiljum átaka, konungi og íslendingi, lýkur þáttum oftast vel. Einatt er hægt að líta svo á að þeir lýsi aðlögun sérviturra jaðarbyggja að samfélagsmiðjunni, og að þessu leyti er grunntónn þeirra kómískur.6 En ekki eru allir konungar sem frá segir í fornum sögum góðviljaðir gæfumenn eins og konungar eru einatt í þáttum. Þar er líka að finna rangláta konunga sem einskis svífast í baráttu við að tryggja og efla völd sín. Að sumu leyti minnir samband bændahöfðingja við konung í Egils sögu á íslendingaþætti, en sagan sýnir ýmislegt sem sjaldan kemur í ljós í þáttun- um. í Eglu kemur skýrt fram að mestar líkur eru til að frjáls bóndi glati sæmd sinni í samskiptum við konunga, sem einatt setja völd sín ofar rétti þegn- anna. Fyrri hluti Egils sögu er í samhljóm við þættina að því leyti að þar er gengið að því sem vísu að styrkur konungs — sem Kveldúlfur kallar „ham- ingju“ — sé slíkur að bændahöfðingja sé ókleift að vinna sigur ef til átaka kemur. En sagan er samt harla ólík þáttunum. Hér rista átök hins frjálsa manns og konungs dýpra og eru harðari. Þau magnast fljótlega svo að enginn kostur virðist á sættum. Myndin sem dregin er af Haraldi hárfagra er fjarri því að vera aldökk eins og venja er um myndir af harðstjórum í evrópskum miðaldabókmenntum. Hann er sterkur foringi og nýtur mikillar hamingju. Varla er hægt að greina hikleysi hans og miskunnarleysi frá hamingju hans eða velgengni. En hann skortir þann eiginleika hins góða kóngs að geta séð greinarmun hræsnara og heiðarlegs manns og verður því rógberum að bráð. Þetta verður sennilegra af því að rógberarnir hafa nokkuð til síns máls, en 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.