Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1991, Side 150

Andvari - 01.01.1991, Side 150
148 EYSTEINN ÞORVALDSSON ANDVARI Þetta er leiðin til að skynja hina vingjarnlegu ásýnd mannheims. Þú „skyggnist í hug þér, /eygir hið sama: himin og jörð,/heimkynni þitt -“10 Pað er semsagt mikilvægt að átta sig á verðmætum þessa heims, þ.e. hins mann- lega alheims, makrokosmos. Eins og áður getur, vísar skáldið oft til fornrar menningar á fjarlægum slóðum, til grískrar, rómverskrar, indverskrar og egypskrar sögu og goð- sagna og einnig til trúarsiða indjána í Suður-Ameríku fyrr á tímum. Skáldið er vel heima í báðum hlutum Biblíunnar; vísanir til hennar og minni úr henni eru algeng í ljóðunum. Nokkrum sinnum er t.d. vísað til Opinberunarbókar- innar enda er í henni gnægð skáldlegra átaka, litríkra sviptinga og gróteskra mynda. Engillinn í ljóðinum Ný jörð, sem vitnað er í hér á eftir, virðist þaðan kominn og fyrsta ljóð Hringhendu endar á þessari skörulegu fyrirskipun sem líka er þaðan ættuð: „Tak þessa bók og et hana eins og hún er“ en þessi orð mælti hortugur engill til Jóhannesar sem hafði falað bókina af englinum sam- kvæmt boðum af himni. E.t.v. er það kaldhæðin tilætlunarsemi skáldsins að lesendur þekki framhald skipunarinnar frá englinum: „hún mun verða beisk í kviði þínum, en í munni þér mun hún vera sæt sem hunang.“ í Hringhendu er einnig í tvígang vísað til fyrra Korintubréfs, m.a. um talsmáta, hugsun og ályktanir barna og heimfært til nútímans með stuðningi vísana í söguna 1984 eftir George Orwell. Skáldið virðist nota biblíutextana til sjálfskönnunar og prófunar á innræti mannsins og örlögum hans. Ekki verður vart trúhneigðar, heldur er Biblían lesin og endurspegluð sem mikilvægar bókmenntir en ekki trúarrit. Það má t.d. glöggt sjá í nokkrum ljóðum í Leikvangi. í Giorgio de Chirico blasir Babelsturninn við í litríkum táknum, og í Turninum er þetta fræga mannvirki orðið að uppreisnartákni mannsins gegn guði því að eftir syndafallið gerðist það að „hægt -/ hægt reis turninn / í manninum“.n Ljóðið Uppstytta er ort um eld, en ekki þann sem frá guðunum er kominn, svo sem kennt er í grískri goðafræði, heldur um ófriðareldinn. í kröftugum myndum sést hinn sigraði stríðsforingi skríða sótstokkinn úr rústunum til að hefja ný áform, því að: (Andskotinn gleymir engum. Hann gefur öllum þjóðum náð til að þekkja sig og þann sem hann sendir.) (Leikvangur, bls. 38) Andspænis þessum fjölmörgu vísunum í fjarlæga goðafræði og sagnir, einkum grískar, hlýtur það að vekja furðu að hvergi er minnsti vottur hinnar norrænu goðafræði í ljóðunum. Sú spurning hlýtur að vakna hvort skáldið sniðgangi af ásetningi hinn fornnorræna menningarheim. Ætla mætti að sá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.