Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 161

Andvari - 01.01.1991, Page 161
ANDVARI AÐ ÁRROÐANS STRÖND OG AFTUR HEIM 159 Sjálf vildi hún halda í hina rómantísku ímynd. Og þjóðernisrómantík Huldu er fagurlega túlkuð undir leiðarlok í Söngvum helguðum þjóðhátíðardegi ís- lands 17. júní 1944. Þar stendur það ljóð hennar sem flestir þekkja: „Hver á sér fegra föðurland“. Sú femíníska túlkun sem í inngangsritgerðinni er beitt á skáldskap Huldu nægir að mínum dómi ekki til að skýra þróun hans í íhaldsátt. Sannleikurinn er sá að hliðstæða þróun má sjá hjá ýmsum karlkyns skáldum og þá ekki síst hjá helstu rómantískum ljóðasmiðum sem Huldu voru samtíða, Stefáni frá Hvítadal og Davíð Stefánssyni. Það er langur vegur frá förumannsljóðum Stefáns til hyllingar fornra dyggða í síðasta kvæðinu um fátæk bændahjón sem „greru föst við garðinn sinn.“ Og hjá Davíð, lífsþyrstu skáldi frelsis og nautna, er ekki síður ljóst hversu ímynd hins rótfasta bónda sækir á og andúðin vex á því sem hann telur spillingu og lausung aldarfarsins, guðleys- ingjum, „stofulöllum og stertimennum.“ Þetta var rétt eins og óbeit Huldu á „myrkursins mikla liði“, kommúnistunum sem frá segir í Dalafólki. Hér sýnist mér ljóst hversu rómantískt skáld , karlkyns eða kvenkyns, sem lifir í heimi hillinga og fegurðardrauma bregst við gráum hversdagsleikan- um. Annað hvort með því að þrá stöðugt „út yfir hafið“ af því að drauma- landið er alltaf annars staðar en maður sjálfur, eða kveða sig í sátt við hlut- skipti sitt, verja það og fegra eftir föngum. Vitanlega skipta ytri aðstæður miklu; þróunin hjá Stefáni frá Hvítadal hefur til að mynda verið skýrð með tilvísun til þeirra. Áreiðanlega var félagsleg staða hans, þótt karlkyns væri, mun verri en Huldu og ánauð umhverfisins þyngri. Davíð bjó hins vegar við betri og frjálsari skilyrði en settist þó um kyrrt „við ysta haf“ eins og Hulda. Öll þessi þrjú skáld og ídealistar voru alin upp í rótgróinni íslenskri sveita- menningu og þangað leituðu þau aftur eftir mislanga útivist þegar æskumóð- urinn dapraðist. í innganginum kemur fram sú skoðun að Hulda hafi ómak- lega lent í skugga sporgöngumanna sinna, Stefáns og Davíðs, og nýjunga- gildi skáldskapar hennar verið vanmetið. Hvað sem um það er hefur þetta úrval úr verkum hennar og sú ritgerð sem því fylgir dregið myndarlega fram hlut skáldkonunnar í bókmenntum samtíðar sinnar. II Einn þeirra sem skrifaði ritdóm um Kvæði Huldu 1909 var yngri skáldbróðir, Jónas Guðlaugsson, 22ja ára gamall þá. Honum þótti að vísu yfirleitt vanta kraftinn í kvæði hennar, en þó finnst honum að hjá henni séu „einhverjir bundnir kraftar, einhverjir fuglar í búri sem myndu fá fegurri rödd og frjáls- ara flug ef búrið væri opnað.“ Sjálfur gerði Jónas alvöru úr því að brjótast út úr búri þröngbýlisins og ruddi sér braut erlendis. Þá hafði hann gefið út þrjár
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.