Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Síða 10

Andvari - 01.01.2006, Síða 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI sem þó brenna á þeim. Yfirleitt virtist kröfuharkan gagnvart kirkjunni vera langmest hjá því fólki sem ekki er vitað til að hafi látið sér títt um hennar mál fram að þessu. Það fólk sem studdi málstað biskups mátti þola aðkast í blöðum og jafnvel persónulegar slettur af hálfu samkynhneigðra og stuðnings- manna þeirra. Þannig stendur þetta mál núna. Þjóðkirkjan stefnir að því að afgreiða það frá sér á næsta ári. Málamiðlun virðist ekki í augsýn. Það hefur verið nefnt að leiðin úr þessum ógöngum kunni að vera sú að afhelga, „sekúlarísera", hjónabandið sem þjóðfélagslegan gjörning eingöngu. Veraldleg yfirvöld eins og sýslumenn á hverjum stað myndu þannig staðfesta hjúskap fólks með formlegum hætti, en kirkjan veitti síðan blessun þeim brúðhjónum sem það kjósa. Þessa skoðun tók að minnsta kosti einn prestur undir í sjónvarpsviðtali og benti líka á hve virðing fólks er nú lítil oft á tíðum gagnvart kirkjubrúð- kaupi, þar sem presturinn sé jafnvel kominn í hlutverk einhvers konar trúðs í uppákomu sem fólk setur á svið sér til skemmtunar. Það væri kirkjunni til styrktar að losna undan slíku fargani. Kirkjulegt hjónaband samkynhneigðra er viðkvæmt mál sem ber að ræða af stillingu og virðingu jafnt fyrir hefðum og trúarkenningum sem tilfinn- ingalífi fólks. Þess hefur ekki verið gætt og einkum hefur ofstopi stuðnings- manna samkynhneigðra valdið því. Það hefur oft virst sem aðeins ein skoðun sé leyfileg í málinu, að fallast skilyrðislaust á kröfu samkynhneigðra, aðrar eigi að berja niður af fyllstu hörku. Slík rétthugsun er ekki sæmandi í opnu lýðræðisþjóðfélagi. * Þegar þetta er ritað er aðeins lítill hluti af útgáfubókum ársins kominn út. Þó þykist ég þess fullviss að „bók ársins" hafi komið á markaðinn í vor. Þetta er Draumalandið. Sjálfshjálparbók handa hrœddri þjóð eftir Andra Snæ Magnason. Bókin tekur á heitasta deilumáli í landinu á síðustu misserum, afstöðunni til virkjanastefnunnar, einkum Kárahnjúkavirkjunar, andspænis þeirri kröfu sem verður æ þyngri að ómetanlegar náttúruperlur íslands verði varðveittar handa komandi kynslóðum, þeim ekki fórnað á altari skammtíma- hagsmuna. Enginn sá sem hefur alist upp á landsbyggðinni er ónæmur fyrir þeim mál- flutningi að nauðsyn beri til átaks til að efla atvinnulíf þar svo að fólk vilji búa í hinum dreifðu byggðum. Það er ekki æskilegt að mestöll þjóðin safnist á suðvesturhornið og aðrir landshlutar verði fyrst og fremst frístundaathvarf höfuðborgarbúa. Vissulega er ekki unnt að krefjast þess af landsbyggð- arfólki að það uni við lakari kjör en þeir. Hins vegar er ekki sama hvaða stefna er tekin í þessum málum. Stóriðjustefnan sem allt hefur miðast við er nauðhyggja, drifin áfram af ógnunum: Annaðhvort fáið þið virkjanir sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.