Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Síða 11

Andvari - 01.01.2006, Síða 11
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 9 kosta eyðileggingu óbætanlegra náttúruundra, eða heimkynna ykkar bíður ekki annað en eymd og volæði. Það er þessi nauðhyggja sem Andri Snær er að andmæla, hann vill vekja fólk til vitundar um að það þurfi ekki að hlíta afarkostum í atvinnumálum og afkomu. Þar bendir hann á úrkosti hugvits og þekkingariðnaðar í stað oftrúar á álið. Umræðan um virkjunarmál hefur oft verið tilfinningahlaðin af hálfu and- stæðinga stóriðjustefnunnar. Stundum heyrist að listamenn láti tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur, þeir „hafi ekkert vit“ á hinum hagrænu og efnahags- legu þáttum. Vissulega rennur blóðið heitt í æðum skáldsins Andra Snæs. En bók hans er ekkert tilfinningagos, enda hafa stuðningsmenn virkjanastefn- unnar ekki reynt að vísa henni á bug með þeim „röksemdum“. Satt að segja hafa þeir átt erfitt með að svara henni. Höfundurinn er skýr og greinandi í efnismeðferð sinni. Hann hefur lagt á sig gífurlega heimildaöfiun, grafið upp alls konar skrif og álitsgerðir virkjunarmanna, jafnvel skýrslur á vefsíðum með staðhæfingum, sem voru svo illa rökstuddar að þær voru fjarlægðar af síðunum innan skamms, eins og tiltekin orð iðnaðarráðherra sem ekki þótti heppilegt að stæðu. Og hann hefur dregið fram margt skuggalegt um þau erlendu fyrirtæki sem hér hafa komið til sögunnar og hælst um það á erlend- um vettvangi að á íslandi sé unnt að fá orku fyrir lágt verð. Það sem Andri Snær rekur í bók sinni er vissulega ófagurt. Stjórnvöld hafa beitt furðumiklu offorsi í málinu, umhverfisráðherra gengið yfir álit skipulagsstofnunar og sjónarmið vísindamanna að engu höfð ef þau voru ekki hliðholl virkjunarmönnum. Síðast nú á haustdögum kom í ljós og varð hneykslismál, að álitsgerð jarðvísindamannsins Gríms Björnssonar, með alvarlegum viðvörunum, var ekki látin koma fyrir augu alþingismanna, og raunar ekki einu sinni lesin af iðnaðarráðherra. Sá vísindamaður sem hér um ræðir var beðinn að þegja um álit sitt. En Andri Snær er ekki aðeins að deila hér á það hvernig hefur verið haldið á virkjanamálum í einstökum atriðum. Meginerindi hans er uppbyggilegt, hvatning til fólks að það vísi frá sér þeim afarkostum sem stjórnvöld setja því, neyti sinna eigin úrræða. Raunar hefur þjóðin aldrei átt kost á að kveða upp úr um það hvort Kárahnjúkavirkjun skyldi byggð. Er þó vandfundið stærra mál til að ieggja undir þjóðaratkvæði. Höfundur hvetur til þess að hugvitið, framtakið, sé notað til að draga fram nýja kosti. - í öðrum hluta bókarinnar, Terror Alert, er rætt um atvinnuástandið á Suðurnesjum eftir fyrirsjáanlega brottför hersins. Svo vildi til að í sömu svifum og bókin kom út tilkynntu bandarísk stjórnvöld hinum íslensku með símtali sem frægt er orðið, að þau myndu fara með allt sitt hafurtask frá herstöðinni á Miðnesheiði. Vissulega er það fagnaðarefni út af fyrir sig, og sem betur fer eru ekki líkur til annars en Suðurnesjamenn geti vel komist af án hersins. Hvernig þessi ákvörðun Bandaríkjastjórnar var tilkynnt íslendingum er raunar gleggri vitnisburður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.