Andvari - 01.01.2006, Qupperneq 22
20
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
Jónasar rekst ekki á þá stefnu sem framfylgt hefur verið, að flokkurinn
láti sig miklu varða framfarasókn í sveitum og stuðning við hagsmuna-
mál bænda og þeirra sem búa á landsbyggðinni yfirleitt.
Varla er vafi á því að stofnendur Framsóknarflokksins á Alþingi
voru undir áhrifum frá stjórnmálaviðhorfum Jónasar, eins og þau birt-
ust í greinum hans og ræðum og öðrum afskiptum af landsmálum um
áraraðir. Jónas var einn þeirra manna, sem benti á nauðsyn þess fyrir
stjórnmálastarfsemina, að stofnaðir yrðu skipulagðir stjórnmálaflokkar
á grundvelli stétta, hugsjóna og hagsmuna. Snemma á árinu 1916 átti
hann hlut að stofnun Alþýðuflokksins, sem var flokkur verkamanna og
sósíalista. Hann hafði auk þess sagt fyrir um að eðlilegt væri að koma
upp flokki hægri manna, þar að auki flokki miðjumanna og skipaði
bændum í þann flokk og „millistéttarmönnum“.
Annar merkur menntamaður, Jón Þorláksson, landsverkfræðingur,
talaði fyrir skýrari flokkaskiptingu en tíðkaðist framan af 20. öld. Hann
átti eftir að verða forustumaður hægri manna, íhaldsmanna, eftir að
hann fór að gefa sig að stjórnmálum. Eigi að síður tók það lengri tíma
en margir vonuðu að koma á „eðlilegri“ flokkaskiptingu og innbyrðis
skipulagi starfandi stjórnmálaflokka. Eimdi lengi eftir af óreiðu þeirri
sem einkenndi upplausn „gömlu“ flokkanna, sem áttu rót í heimastjórn-
arpólitíkinni. Framsóknarflokkurinn fór ekki varhluta af þessu. Þrátt
fyrir vænlega byrjun og athyglisverða stefnuskrá og nokkra viðleitni á
fyrstu árum til að koma félagslegu skipulagi á flokkinn, var hann framan
af í raun framboðshreyfing fremur en vel skipulagður stjórnmálaflokkur.
Kosningasigurinn 1927 rak á eftir því að flokkurinn treysti sem best
liðsheildina, styrkti sig inn á við, til þess að gera góða stöðu varanlega,
óháða duttlungum frumstæðra stjórnmála. Sá vilji mátti sín næstu fjögur
ár, en gerði litla stoð frá þingrofinu 1931 til alþingiskosninga 1934.
„ Bœjarradikalar“
í sögu Eysteins verða tímamót þegar hann gerist aðstoðarmaður Jónasar
Jónssonar haustið 1927, þá hefst mótunartímabil hans sem stjórnmála-
manns og áhrifamikil þátttaka hans í störfum Framsóknarflokksins,
sem m.a. laut að því að styrkja innra skipulag flokksins og leggja áherslu
á fjölþætta stefnuskrá hans sem alhliða stjórnmálaflokks, sem erindi ætti
við sinnuga alþýðu jafnt til sjávar sem sveita.