Andvari - 01.01.2006, Side 24
22
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
Verknám í pólitík og stjórnsýslu
í ævisögu Eysteins Jónssonar eftir Vilhjálm Hjálmarsson (I. hluti, bls.
62) lýsir Eysteinn reynslu sinni af fyrstu starfsárunum í Reykjavík svo:
„Þegar ég lít til baka yfir þessi ár í Stjórnarráðinu og á skattstofunni og
þau nánu tengsl, sem ég hafði við forystumenn Framsóknarflokksins,
sem þá fóru með stjórn landsins, finnst mér að segja megi að ég væri í
eins konar verknámi í pólitík og stjórnsýslu.“
Eftir að hann tekur til starfa í stjórnarráðinu leið ekki á löngu að
honum væru falin vandasöm verkefni í stjórnsýslunni. Þau leysti hann
skjótt og vel af hendi og hlaut mikið traust sem úrræðagóður verkmaður
að hverju sem hann gekk. Hann var í góðum tengslum við ráðherrana
og vann sitthvað á vegum þeirra allra, þótt samskiptin við Jónas væru
hvað nánust, enda ráðinn til starfa að hans frumkvæði.
Eins og fram kemur í „Ævisögu“ vakti ráðning Eysteins til starfa í
stjórnarráði nokkra athygli í Reykjavík, þ. á m. ritstjóra Morgunblaðsins,
sem gerir ráðninguna að sérstöku umtalsefni, telur hana „gott dæmi um
eyðslusemi“ ríkisstjórnarinnar og nefnir Eystein „óreyndan ungling“,
sem verið sé að fela ýmis viðskipti á vegum ríkissjóðs, m.a. kaup á
brauðum til spítalanna! Segir blaðið að „þessi ungi maður“ hljóti að
sitja ráðherrafundi þegar tilboð í brauðsöluna komi til umræðu og ætti
e.t.v. að bera embættisheitið „brauðamálaráðherra“. En af því að þessi
„óreyndi unglingur“ sá einnig um innkaup á kolum, þótti vel á því fara
(líklega fyrir orð Spegilsins) að embættisheitið væri brauð- og kola-
málaráðherra! Eysteinn tók þetta hjal ekki nærri sér, enda var þetta
mild gamansemi og enginn broddur í henni. Fljótt spurðist það út að
þótt hann væri ungur að árum væri hann ekki sá óreyndi unglingur til
sjálfstæðra verka sem sumir reyndu að sjá í honum. A þessum tíma kom
auk þess í ljós að hann hafði forustuhæfileika og var efni í góðan stjórn-
málamann, sem síðar kom betur í ljós. Hins vegar hélt hann sig við það
næstu ár að vera stjórnarráðsstarfsmaður og síðar um nokkur ár skatt-
stjóri í Reykjavík og lagði sig mjög fram um að kynna sér, fræðilega og
í raun, ríkisbúskap og skattamál.