Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2006, Page 24

Andvari - 01.01.2006, Page 24
22 INGVAR GÍSLASON ANDVARI Verknám í pólitík og stjórnsýslu í ævisögu Eysteins Jónssonar eftir Vilhjálm Hjálmarsson (I. hluti, bls. 62) lýsir Eysteinn reynslu sinni af fyrstu starfsárunum í Reykjavík svo: „Þegar ég lít til baka yfir þessi ár í Stjórnarráðinu og á skattstofunni og þau nánu tengsl, sem ég hafði við forystumenn Framsóknarflokksins, sem þá fóru með stjórn landsins, finnst mér að segja megi að ég væri í eins konar verknámi í pólitík og stjórnsýslu.“ Eftir að hann tekur til starfa í stjórnarráðinu leið ekki á löngu að honum væru falin vandasöm verkefni í stjórnsýslunni. Þau leysti hann skjótt og vel af hendi og hlaut mikið traust sem úrræðagóður verkmaður að hverju sem hann gekk. Hann var í góðum tengslum við ráðherrana og vann sitthvað á vegum þeirra allra, þótt samskiptin við Jónas væru hvað nánust, enda ráðinn til starfa að hans frumkvæði. Eins og fram kemur í „Ævisögu“ vakti ráðning Eysteins til starfa í stjórnarráði nokkra athygli í Reykjavík, þ. á m. ritstjóra Morgunblaðsins, sem gerir ráðninguna að sérstöku umtalsefni, telur hana „gott dæmi um eyðslusemi“ ríkisstjórnarinnar og nefnir Eystein „óreyndan ungling“, sem verið sé að fela ýmis viðskipti á vegum ríkissjóðs, m.a. kaup á brauðum til spítalanna! Segir blaðið að „þessi ungi maður“ hljóti að sitja ráðherrafundi þegar tilboð í brauðsöluna komi til umræðu og ætti e.t.v. að bera embættisheitið „brauðamálaráðherra“. En af því að þessi „óreyndi unglingur“ sá einnig um innkaup á kolum, þótti vel á því fara (líklega fyrir orð Spegilsins) að embættisheitið væri brauð- og kola- málaráðherra! Eysteinn tók þetta hjal ekki nærri sér, enda var þetta mild gamansemi og enginn broddur í henni. Fljótt spurðist það út að þótt hann væri ungur að árum væri hann ekki sá óreyndi unglingur til sjálfstæðra verka sem sumir reyndu að sjá í honum. A þessum tíma kom auk þess í ljós að hann hafði forustuhæfileika og var efni í góðan stjórn- málamann, sem síðar kom betur í ljós. Hins vegar hélt hann sig við það næstu ár að vera stjórnarráðsstarfsmaður og síðar um nokkur ár skatt- stjóri í Reykjavík og lagði sig mjög fram um að kynna sér, fræðilega og í raun, ríkisbúskap og skattamál.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.