Andvari - 01.01.2006, Page 30
28
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
Alþýðuflokkur samþykktu að aukaþing um sumarið afgreiddi fjárlög
fyrir næsta ár, 1932. Tryggvi Þórhallsson var áfram forsætisráðherra
og samráðherrar Ásgeir Ásgeirsson og Jónas Jónsson. Þessi stjórn sat
u.þ.b. 10 mánuði, nánast sem starfsstjórn. Eigi að síður varð ríkis-
stjórnin að sinna erfiðum og aðkallandi málum, sem réðust af áhrifum
heimskreppunnar sem fór vaxandi 1931-1932. Ekki varð hjá því kom-
ist að grípa til innflutningshafta og draga verulega úr ríkisútgjöldum,
þ. á m. til verklegra framkvæmda. Mjög tók að bera á atvinnuleysi
meðal verkamanna og sjómanna. Viðskiptaástand um heim allan var
afar óhagstætt. Islendingar voru ekki einir um að þola viðskipta- og
innflutningshömlur. Viðskiptafrelsi heimsins var í fjötrum jafnt austan
hafs sem vestan, þótt ástandið í Bandaríkjunum væri hvað verst.
Á Islandi var kreppan ekki síst fólgin í sölutregðu á mikilvægustu
útflutningsgrein landsmanna sem var saltfiskur. Að því kom að salt-
fiskmarkaður á Spáni hrundi vegna styrjaldarástands í því landi auk
kreppuáhrifa. Þessu voru hvorki stjórnvöld né framleiðendur viðbúnir.
Við þessu fundust ekki önnur ráð en viðskiptahömlur og samdráttarað-
gerðir. Pólitísk staða ríkisstjórnar Tryggva Þórhallssonar þá 10 mánuði
sem hún átti eftir að sitja að þessu sinni var vitaskuld veik. Hún gat ekki
framfleytt sér til lengdar á frægum kosningasigri. Nauðsynlegt var að
styrkja stjórnarfarið með samstjórn fleiri flokka. Tryggvi Þórhallsson
varð skyndilega fyrir heilsuáfalli, sem neyddi hann til að biðjast lausnar
frá ráðherrastarfi. Eftir talsverð átök í þingflokki framsóknarmanna
varð það að ráði að Ásgeir Ásgeirsson freistaði þess að mynda sam-
steypustjórn. Hann hafði til þess stuðning Tryggva gegn andstöðu
Jónasar og nokkurra náinna samherja hans. Jónas sjálfur kom ekki
til greina sem forsætisráðherraefni og mun hann raunar hafa talið að
gefa ætti formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til stjórnarmyndunar.
Ekki mun sú tillaga hafa átt mikinn hljómgrunn í þingflokknum,
enda tókst Ásgeiri eftir nokkurt þóf að mynda þriggja manna stjórn
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þegar Ásgeir leitaði formlegs
stuðnings þingflokks síns við þessa lausn, greiddu fimm þingmenn
atkvæði gegn stjórnarmynduninni, þ. á m. Jónas Jónsson. Þetta var fyr-
irboði frekari ágreinings í flokknum sem átti eftir að leiða til klofnings
hans einu og hálfu ári síðar. Ríkisstjórn Ásgeirs Ásgeirssonar settist að
völdum 3. júní 1932. Eftirminnilegast um gerðir þessarar ríkisstjórnar
var að Alþingi samþykkti verulegar breytingar á þingmannafjölda.
Þingmenn urðu 49 í stað 42, landkjör var fellt niður, en úthluta skyldi