Andvari - 01.01.2006, Page 33
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
31
frá því að samkomulag hafi orðið [í flokksforustunni] áður en þingið
1933 kom saman, að fela Tryggva og Eysteini að ræða við alþýðuflokks-
foringjana Jón Baldvinsson og Héðin Valdimarsson um hugsanlegt
samstarf. Upp úr þessum viðtölum varð að samkomulagi að flokkarnir
hefðu samvinnu um kosningu þriggja forseta þingsins, þ.e. forseta sam-
einaðs þings, forseta efri deildar og forseta neðri deildar. Gekk það
eftir. Alþýðuflokkurinn ritaði síðan bréf til Framsóknarflokksins, „þar
sem hann tjáði sig fúsan til samvinnu við Framsóknarflokkinn um
bráðabirgðastjórn, er sæti fram yfir næstu alþingiskosningar, ef vissum
málefnalegum skilyrðum Alþýðuflokksins fengist fullnægt.“ Þessar
þreifingar um stjórnarmyndun eiga sér stað haustið 1933 og þegar talað
er um næstu alþingiskosningar, þá eiga þær að fara fram að vori, eftir á
að giska 7-8 mánuði. Að svo skammt leið milli kosninga að þessu sinni
stafaði af því að nú skyldi kjósa samkvæmt nýju kosningalögunum.
En nú gerist það óvænta, að óleysanlegur ágreiningur verður um svar
yið þessu bréfi Alþýðuflokksins. Tryggvi og Eysteinn verða ekki á eitt
sáttir um hvernig bregðast skuli við málinu. Eysteinn vill taka undir
skilmála Alþýðuflokksins gegn því að Alþýðuflokkurinn samþykki
að verða við tilteknum áherslumálum af hálfu Framsóknarflokksins.
Þessi áherslumál voru fyrst og fremst um skipulag afurðasölu bænda.
Tryggvi vildi svara bréfinu svo, að Framsóknarflokkurinn lýsti því að
samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn væri lokið, hins vegar mundi flokk-
urinn ekki taka þátt í nýrri samsteypustjórn né hafa samvinnu við aðra
flokka fyrir kosningar. Tillögurnar voru bornar undir atkvæði. A þing-
flokksfundi þessum munu hafa verið 17 atkvæðisbærir menn. Tillaga
Tryggva kom fyrr til atkvæða. Hún var felld með 7 atkvæðum gegn 5.
Þá var tillaga Eysteins borin upp. Hún var samþykkt með 10 atkvæðum
gegn 6. Ymsir þingmenn, eins og sjá má, sátu hjá, einkum þegar greidd
v°ru atkvæði um tillögu Tryggva. Hann var formaður þingflokksins og
tók þessi úrslit nærri sér. Sagði hann umsvifalaust af sér sem formaður,
en þingflokksmenn kusu hann aftur samstundis. Hann neitaði að taka
formennskuna að sér og var þá kosinn nýr formaður, Þorleifur Jónsson
1 Hólum, þingmaður Austur-Skaftafellssýslu.
Niðurstaða þessarar atkvæðagreiðslu þurfti í sjálfu sér ekki að koma
neinum á óvart, en hefur eigi að síður orðið mörgum vonbrigði, því
að flestir alþingismenn, sem þarna voru að gera upp hug sinn til mik-
Ovægs máls, væntu þess að sundrungunni í flokknum væri að linna.
En nú stóðu menn frammi fyrir hráum raunveruleikanum. Þingflokkur