Andvari - 01.01.2006, Side 53
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
51
Engilsaxa um öryggismál landsins, en á þann hátt að ekki dveldist
erlendur her í landinu.“ Sá alkunni fyrirvari var í pólitískri umræðu
orðaður svo, að þrátt fyrir aðild að NATO „skyldi ekki vera hér her á
friðartímum“.
Nú fór svo tveimur árum eftir inngönguna í NATO, eftir að
Kóreustyrjöldin hófst, að Bandaríkjamenn sannfærðu bandamenn sína
(þ- á m. ríkisstjórn íslands) um að eitt af því sem brysti í varnarvegg
vesturvelda gegn útþenslustefnu kommúnismans væri að Island hefði
engar hervarnir. Lausn þess vanda væri sú að ísland og Bandaríkin
gerðu með sér nýjan varnarsamning. Það gekk fram með þeim rök-
stuðningi að ekki væru „friðartímar“. Því væru hervarnir nauðsynlegar
°g pólitískt réttlætanlegar. Fyrirvaralítið var bandarískt herlið flutt til
Keflavíkurvallar í maí 1951 og hefur verið hér í landinu síðan, þar til
herinn er nú að pakka saman til brottflutnings, þegar þessi orð eru
skrifuð á miðjum hundadögum 2006.
Ekki er ástæða til að rekja hér frekar þessi nánu samskipti Islendinga
°g Bandaríkjanna. Þau hafa þó ekki verið tíðindalaus í áranna rás. Þau
hafa verið margvísleg og átt það til að breyta um ham eftir vindum.
Eótt Eysteinn væri aldrei afskiptalaus um þau mál síðar, átti hann
ekki hlut að þeim ámóta því sem var í upphafi. Mér er næst að halda
að raunsæisstefna Eysteins hafi þar gefist vel. Eysteinn var vissulega
hvatamaður að aðild íslands að NATO og studdi varnarsamband
Elands og Bandaríkjanna. En hann varaði ætíð við að gera varnarmálin
að féþúfu ríkissjóðs með leigusamningum til langframa. Hans boð-
°rð var að „skilja bæri að herlíf og þjóðlíf“ og gera ráð fyrir brottför
yarnarliðs, þegar skilyrði væru fyrir hendi. Hann taldi þátttöku íslands
1 varnarsamvinnu vestrænna þjóða eðlilega pólitík, í henni fælist ekki
afsal fullveldis og landsréttinda, sem hann aftur á móti sá í aðild að
Evrópubandalagi og mælti fastlega gegn henni þegar það mál komst
a dagskrá. Segja má einnig, að þótt Eysteinn ætti enn mörg ár eftir
af stjórnmálaævi sinni, þá jafnist fátt sem þá gerðist á við það sem
hann glímdi við fyrstu áratugi stjórnmálaferils síns, hvort sem var í
vanda efnahags- og viðskiptamála og ríkisfjármála á kreppuárum og
stríðstímum eða glímu við ágreining innan Framsóknarflokksins og
unibætur á skipulagsmálum hans, þegar þeirra var brýn þörf.