Andvari - 01.01.2006, Page 64
62
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
félaga, þegar hann lét af stjórnarstörfum 1978. Eysteinn var ekki í
neinum vafa um að hugsjónatengsl lágu milli samvinnuhreyfingarinnar
og Framsóknarflokksins, enda erfitt að leyna því, sem raunar var engin
þörf meðan það var viðurkennt, að stjórnmálaflokkar áttu bakland í
mismunandi hagsmunasamtökum. Eða hvernig má annað vera?
Eysteinn fór aldrei dult með þá skoðun sína, að stjórnmál hljóta alltaf
að snúast um hagsmuni, ekki síður en hugsjónir í háleitri merkingu þess
orðs, þótt vitaskuld verði að setja hagsmunabaráttu skorður, finna jafn-
vægið í þeim efnum, sjálft meðalhófið.
Að virða annarra skoðanir
Mér er það minnisstætt að Eysteinn brýndi fyrir okkur ungum liðs-
mönnum á sinni tíð að við ættum að virða skoðanir annarra, á því ylti
lýðræðið. Mér er ekki síður minnisstætt þegar hann hélt yfir okkur
alþingismönnum á þingflokksfundi brýningarræðu áður en gengið var
til alþingiskosninga eitthvert sinn, að við skyldum leitast við, sem okkur
væri frekast unnt, að halda uppi jákvæðum málflutningi í kosningabar-
áttunni í þeim skilningi að kynna og útskýra okkar eigin baráttu- og
áhugamál og okkar flokks í stað þess að hafa frumkvæði að beinum
árásum á aðra frambjóðendur og þeirra flokka fyrir sín mál. Á hinn
bóginn lagði hann ekki síður áherslu á að við létum ekki á okkur ganga
í kappræðum og svöruðum einarðlega fyrir okkur, ef á okkur væri ráð-
ist, eða okkar hlut hallað.
Það var líka í þetta sinn sem hann viðhafði þau orð, sem mér líða
ekki úr minni og hef oft haft orð á við kunningja mína, þegar tal berst
að samskiptum og umgengnisháttum stjórnmálamanna sín á milli.
Eysteinn sagði: „Þó að við hljótum alltaf að eiga í deilum við pólitíska
andstæðinga um ótal mál og sitjum ekki á friðarstóli, þá eigum við að
varast að gera pólitíska andstæðinga að persónulegum fjandmönnum
okkar. Við þurfum ekki að vera vinir, en við þær aðstæður sem hér
ríkja, ekki síst af því að við búum í landi samsteypustjórna, þá er
það hrein heimska að espa upp persónulegan fjandskap milli manna í
ólíkum flokkum.“
Eg tel að Eysteinn hafi sjálfur leitast við að haga svo samskiptum við
stjórnmálaandstæðinga, að hann hafi komist hjá því að gera nokkurn
þeirra að persónulegum fjandmanni. Ég hef verið að blaða í minninga-