Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 74

Andvari - 01.01.2006, Side 74
72 HJALTIHUGASON ANDVARI sem innhverft skáld.23 Hún bendir þó einnig á félagslega vitund í ljóðum hans eins og rakið verður síðar. Að þessu sögðu skiptir miklu að gera sér grein fyrir hvaða hlutverki skáldið taldi ljóðlistina gegna, hvort stunda bæri hana sjálfrar hennar vegna eða hvort hún gegndi einhverju samfélagslegu hlutverki. Mun mörgum þykja nærtækt að svara þeirri spurningu svo að Snorri hafi lagt stund á list sína á hennar eigin forsendum.24 Ekki þarf þó að velkjast í vafa um að Snorri Hjartarson leit svo á að skáld gegndu í senn mikilvægu mannlegu og félagslegu hlutverki og kemur það víða fyrir í verkum hans. Sér þess þegar stað í fyrsta ljóðinu í fyrstu ljóðabók hans / Ulfdölum (Kvœði). Það kvæði hefst með fagurri lýsingu á hugsjónum skáldsins og draumum. Síðar í kvæðinu verða greinileg hvörf frá von til vonleysis.25 Hlut- verk skáldskaparins er í þessu ljóði talið felast í því að endurheimta vonina.26 Hlutverk skáldsins er að slá eld, kveða sól úr sæ, dreifa mistri og sorta vonleysis og leysa úr dróma kraft hinna helgustu óska.27 Lokaljóði Kvœða, Það kallar þrá, lýkur einnig með kröftugri lýsingu á skyldum skálds og skáldskapar: Og þráin forna, ung og eldi skírð, sem áður dró þig bleikan flóttamann til upphafs þíns í dreymdri klettakyrrð, kallar þig heim á ný til starfs og skyldu og ögrar þér: Dvel eilífð fjallsins háður við aflinn smiður, málmur, loginn rauður, og slá í órofsönn ef ekki sverð, þá gullin stef á skjöldu!28 Hér er skáldið nýkomið úr „útlegð“ sinni í Noregi (1931-1936) og þess albúið að taka þátt í því „þrotlausa stríði í fyrirsát“ sem það nefnir í ljóðinu og var hlutskipti þjóðar hans og mannkyns alls á viðsjálum tímum heimsstyrjald- arinnar þegar Ijóðið var ort.29 Felist hlutverk skáldsins ekki í að smíða þjóð sinni vopn þá ber því að minnsta kosti að rista heillastef á skildi þeirra sem berjast fyrir frelsi og sjálfstæði.30 Hvergi tekst Snorri þó ef til vill af meiri einurð á við hlutverk skáldsins en í Naust Náins sem birtist í Á Gnitaheiði og má líta á það sem nokkurs konar stefnuskrá þeirrar róttæku bókar: Dimmt er í hug mér, djúpt inn í dverghömrum bíður í þagnarskorðum hið þunga far, því verð ég enn að hrinda fram þó að fár og heift forlagavaldsins blinda byltist niðri við bjargsins dyr þar sem brimhverinn sýður.31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.