Andvari - 01.01.2006, Page 74
72
HJALTIHUGASON
ANDVARI
sem innhverft skáld.23 Hún bendir þó einnig á félagslega vitund í ljóðum hans
eins og rakið verður síðar.
Að þessu sögðu skiptir miklu að gera sér grein fyrir hvaða hlutverki skáldið
taldi ljóðlistina gegna, hvort stunda bæri hana sjálfrar hennar vegna eða hvort
hún gegndi einhverju samfélagslegu hlutverki. Mun mörgum þykja nærtækt
að svara þeirri spurningu svo að Snorri hafi lagt stund á list sína á hennar
eigin forsendum.24
Ekki þarf þó að velkjast í vafa um að Snorri Hjartarson leit svo á að skáld
gegndu í senn mikilvægu mannlegu og félagslegu hlutverki og kemur það víða
fyrir í verkum hans. Sér þess þegar stað í fyrsta ljóðinu í fyrstu ljóðabók hans /
Ulfdölum (Kvœði). Það kvæði hefst með fagurri lýsingu á hugsjónum skáldsins
og draumum. Síðar í kvæðinu verða greinileg hvörf frá von til vonleysis.25 Hlut-
verk skáldskaparins er í þessu ljóði talið felast í því að endurheimta vonina.26
Hlutverk skáldsins er að slá eld, kveða sól úr sæ, dreifa mistri og sorta vonleysis
og leysa úr dróma kraft hinna helgustu óska.27 Lokaljóði Kvœða, Það kallar
þrá, lýkur einnig með kröftugri lýsingu á skyldum skálds og skáldskapar:
Og þráin forna, ung og eldi skírð,
sem áður dró þig bleikan flóttamann
til upphafs þíns í dreymdri klettakyrrð,
kallar þig heim á ný til starfs og skyldu
og ögrar þér: Dvel eilífð fjallsins háður
við aflinn smiður, málmur, loginn rauður,
og slá í órofsönn
ef ekki sverð, þá gullin stef á skjöldu!28
Hér er skáldið nýkomið úr „útlegð“ sinni í Noregi (1931-1936) og þess albúið
að taka þátt í því „þrotlausa stríði í fyrirsát“ sem það nefnir í ljóðinu og var
hlutskipti þjóðar hans og mannkyns alls á viðsjálum tímum heimsstyrjald-
arinnar þegar Ijóðið var ort.29 Felist hlutverk skáldsins ekki í að smíða þjóð
sinni vopn þá ber því að minnsta kosti að rista heillastef á skildi þeirra sem
berjast fyrir frelsi og sjálfstæði.30
Hvergi tekst Snorri þó ef til vill af meiri einurð á við hlutverk skáldsins en
í Naust Náins sem birtist í Á Gnitaheiði og má líta á það sem nokkurs konar
stefnuskrá þeirrar róttæku bókar:
Dimmt er í hug mér, djúpt
inn í dverghömrum bíður
í þagnarskorðum hið þunga far,
því verð ég enn að hrinda
fram þó að fár og heift
forlagavaldsins blinda
byltist niðri við bjargsins dyr
þar sem brimhverinn sýður.31