Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2006, Page 76

Andvari - 01.01.2006, Page 76
74 HJALTI HUGASON ANDVARI Andvara og flutti með sér bölvun og dauða. Hér vísar heitið til stríðsgróðans sem íslendingar höfðu selt frelsi sitt fyrir og þess auðvaldsþjóðfélags sem komist hafði á í kjölfar þess.41 Virðist ekki langt seilst þótt Gnitaheiði sé í þessu sambandi skoðuð sem myndhverfing fyrir Miðnesheiði. Með bókinni Lauf og stjörnur fjarar baráttuandinn út þrátt fyrir að kalda stríðið stæði enn við útkomu hennar. Þar gætir nokkurra vonbrigða og það tekur að nýju að bera á innhverfari tóni. Draumsýn um hulduland sem felur í sér upphafningu veruleikans tekur við af hugsjóninni um að hin félags- lega barátta sem háð var í næstu bók á undan beri áþreifanlegan árangur. Meginboðskapur bókarinnar er sá að heill mannsins felist í samhljómi hans við náttúruna. Með þessari bók verða ný hvörf sem koma enn greinilegar fram í Hauströkkrinu yfir mér. Þar ber mest á æðruleysi og heimspekilegri ró enda yrkir þar roskinn maður sem veltir fremur fyrir sér hinstu rökum tilver- unnar en þjóðfélagsástandi líðandi stundar.42 Sá tónn er einnig ríkjandi í þeim ljóðum sem Snorri lét eftir sig óbirt. í ljósi þess sem hér hefur verið sagt má skipta skáldferli Snorra Hjartarsonar í þrjú skeið. Hið fyrsta nær yfir meginhluta Kvœða og einkennist af fögnuði yfir endurheimt föðurlandsins í eiginlegum og myndrænum skilningi eftir heimkomu Snorra úr Noregsdvölinni. Því næst kemur pólitíska skeiðið í lífi hans þegar hann berst fyrir frelsun þjóðarinnar undan erlendri yfirdrottnun. Á Gnitaheiði er helsti afrakstur þess. Tvær síðari bækurnar einkennast síðan af aukinni afstæðishyggju, vaxandi heimspekilegri dýpt og sátt skáldsins við aðstæður sínar. Eitt hinna eftirlátnu ljóða, Október, lýsir andblæ þessa síðasta skeiðs vel og getur staðið sem nokkurs konar niðurstaða af langri skáldævi: Hver skartar fegri djásnum en reynitréð perlunum rauðu í fölu sólskini undir vetur.43 Glíma Snorra Hjartarsonar við firringuna Myndir firringarinnar Eins og bent var á í upphafi var firring nútímamannsins skáldinu áleitið yrk- isefni eins og kemur meðal annars skýrt fram í ljóðinu Svar (Laufog stjörn- ur). Það hefst með þessu erindi: Skuggaleikur laufs á hvítu borði; ljóstær gleði fyllir huga minn,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.