Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 103

Andvari - 01.01.2006, Side 103
ANDVARI „KVÆÐIÐ UM GUTTA RÉÐI ÖRLÖGUM MÍNUM“ 101 og hinn uppeldislegi predikunartónn er helst til fyrirferðarmikill. En engu að síður takast persónu- og umhverfislýsingar vel. Sögurnar þrjár um Hjalta, Sagan hans Hjalta litla, Mamma skilur allt og Hjalti kemur heim, komu út 1948, 1950 og 1951 og um svipað leyti las Stefán þær í útvarp. Hjaltabækurnar fengu afbragðsviðtökur og þær hafa átt mest- an þátt í að halda nafni Stefáns Jónssonar á lofti alla tíð síðan. Meginþema Hjaltabókanna er samband móður og sonar, sem síðan endurtekur sig oft í verkum hans í breyttum myndum, og þroskasaga piltsins sem er á aldrinum níu til þrettán ára þegar sagan gerist í Borgarfirði á árunum 1914—1918. í Hjaltabókunum vinnur Stefán úr sinni eigin bernskureynslu þó aðstæður Hjalta séu um sumt ólíkar hans eigin. Um söguna segir hann í dagbókum sínum: Htín er ég sjálfur, án þess þó að atburðir hennar hafi komið fyrir mig nema sárafáir.2 I sögunni af Hjalta iitla er ég sjálfur, það er að segja, geðsveiflur hans hinar miklu eru mínar eins og ég forðum var og eins og þær reyndar eru enn. Móðir Hjalta litla er móðir mín, en þó aðeins að takmörkuðu leyti. Lýsingin á móður Hjalta er fremur óljós og með vilja þannig. Mamma átti ekki að þekkja sig í sögunni. Ég held að hún hafi ekki gert það, enda eru atvik sköpuð og önnur lífssagan, en mig þekkti hún vel. Það er að segja, henni fannst Hjalti líkur sjálfum mér og þótti því vænt um Hjalta.3 Sagan hans Hjalta litla hefst og endar á sömu orðum. „Enn erum við að flytja.“ Hjalti er sonur vinnukonu og flyst á milli bæja á vorin, stundum eftir eitt ár, stundum lengri tíma. Öryggisleysi, rótleysi og hryggð barns sem elst upp við þessi kjör er rauður þráður í öllum Hjaltabókunum. Hjalta farast svo orð: Mér er einnig farið að þykja vænt um margt hér á Laugamýri. Þeim, sem alltaf eru að flytja, ætti ekki að þykja vænt um neitt.4 Örlög mín get ég ekki flúið. Hvað sem ég segi, skal ég nú flytja héðan eftir fáa daga. Ég verð að skilja við alla hér, skilja við Sigríði og Jón, skilja við Bjössa. Það er sárt, en svona verður þetta nú að vera. Um það þýðir ekki að tala. Allt er þetta Elíasi að kenna, en ekki þýðir heldur að tala um það. Héðan í frá á ég hvergi heima. Og sé á allt litið, þá hef ég reyndar hvergi átt heima, síðan mamma skildi við mig á hlaðinu í Laugamýri einu sinni endur fyrir löngu.5 Arið 1948, sama ár og Sagan hans Hjalta litla kom út, gaf Stefán einnig út smásagnasafn handa börnum, Björt eru bernskuárin. Þar er sagan Litli Brúnn og Bjössi, um lítinn sveitadreng sem fær að eigna sér folald og festir á því mikla elsku. En því miður verður úr því slíkur kostareiðhestur að faðir drengsins telur sig ekki hafa ráð á því að eiga hann en selur hann peninga- rnanni úr Reykjavík. Harmur drengsins er mikill og hann leggur fæð á föður smn. En að lokum skilst honum að það er ekki mannvonska föðurins heldur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.