Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2006, Page 108

Andvari - 01.01.2006, Page 108
106 SIGURBORG HILMARSDÓTTIR ANDVARI Sendibréf frá Sandströnd hlaut nokkuð misjafna dóma. Flestir ritdómarar töldu þar margt vel gert en sumir hverjir töldu forsöguna megingalla á bygg- ingu sögunnar. Ein af þeim persónum sem Þorvaldur kynnist á Sandströnd er tíu ára drengur, Palli litli, sonur húsráðenda sem Þorvaldur leigir hjá. Ymsir létu þess getið að lýsing drengsins væri með því sem best heppnaðist í sögunni og sannaði það enn að Stefáni léti best að skrifa um börn. 4 Vegurinn að brúnni kom út 1962. Stefán Jónsson lagði gríðarlega vinnu og metnað í þá sögu og vonaðist til að hún færði mönnum heim sanninn um ágæti hans sem skáldsagnahöfundar. Hann vann að sögunni öllum lausum stundum í fjögur ár og var eitt þeirra í leyfi frá kennslustörfum. Handrit Stefáns að sögunni eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns.15 Af þeim sést að hann hefur skrifað margar gerðir af sögunni, flestar af síðasta hluta hennar og breytt bæði efnisþræði og frásagnaraðferð. Sagan er í þremur hlut- um og hugmynd Stefáns var að hún kæmi út í þremur bindum en útgefendur réðu því að sagan kom út í einu bindi, tæplega 600 síður. Efnislegir burðarásar sögunnar eru tveir. Sagan er þroskasaga Snorra Péturssonar, sagan af baráttu hans við það sem býr í hans eigin hugskoti, við að greiða úr sálarflækjum sínum sem rót eiga að rekja til uppeldisáhrifa. En viðfangsefni sögunnar eru einnig átökin í íslenskum stjórnmálum um og eftir 1930, lífið í íslenskri sveit fram að þeim tíma og Reykjavíkurlífið á fjórða áratugnum. Fyrsti hlutinn, bernsku- og æskusaga Snorra gerist í borgfirskri sveit á árunum fyrir 1930. Sögusvið tveggja seinni hlutanna er Reykjavík kreppuár- anna. Sagan er skrifuð í þriðju persónu en sjónarhornið er þó lengst af hjá aðal- söguhetjunni, Snorra. Persónur og atburðir sögunnar eru séðir með hans augum. Stöku sinnum heyrist þó rödd annars sögumanns sem gægist yfir öxl Snorra og dæmir atburði sögunnar, og þá fyrst og fremst orð og gerðir hans sjálfs, af dýpra skilningi en Snorri hefur yfir að ráða: Hann vissi ekki, að svo góð, sem hún varð í frásögn hans, gat enginn verið.16 Hið neikvæða varð jákvætt og hljómaði í eyrum Snorra sem lofsöngur um þennan furðulega mann. Ekki kom honum til hugar, að til þess hefði verið ætlazt.17 Sögumaður kemur nokkrum sinnum fram í fyrsta hluta sögunnar en er fyr- irferðarmestur í öðrum hluta. í þriðja hluta gætir hans lítið. Þetta er í samræmi við gang sögunnar og þroskaferil Snorra. í öðrum hluta eru umbrotin í sál
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.