Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 110

Andvari - 01.01.2006, Side 110
108 SIGURBORG HILMARSDÓTTIR ANDVARI Vegna þess hve snar þáttur Jóka er í lífi Snorra getur hann ekki komið fram við hana á sama hátt og Kormákur sem er henni vingjarnlegur en brosir góðlátlega að skoðunum hennar á mönnum og málefnum. Vegna þess sem fólk segir um Snorra og Jóku og hann veit að er satt getur hann ekki verið henni góður þegar aðrir sjá til, t.d. við útför móður sinnar. Eftir að hann fer að heiman getur hann ekki skrifað henni þau bréf sem hún þráir að fá frá honum því þar með játast hann enn og aftur undir blekkingar hennar og eignarhald hennar á honum. Og enn síður getur hann skrifað henni og sagt hvað honum raunverulega býr í brjósti. Þær andstæðu tilfinningar sem Jóka vekur í brjósti Snorra skapa sífellda togstreitu í huga hans. Dauði gömlu konunnar frelsar Snorra loks undan áhrifum hennar og verður honum hugarléttir en jafnframt óttast hann fúlmennsku sjálfs sín. Svo dapurleg er saga þessarar einstæðings- konu að flest það sem hún vildi gera uppáhaldi sínu til góðs varð honum til ógæfu þó henni legðist sú líkn með þraut að skilja það ekki sjálf. Kormákur er andstæða bróður síns að allri gerð. Hann er maður yfirborðs- ins, opinskár, glaðbeittur og vingjarnlegur og skjótur til fylgis bæði við menn og málefni en skoðanir hans og tilfinningar standa ekki ýkja djúpum rótum. Hann gengur ungur til liðs við kommúnistahreyfinguna og liggur ekki á liði sínu en snýr við henni baki þegar byrlegar blæs annars staðar. Hatur Snorra á honum stafar ekki einungis af afbrýði vegna móðurinnar heldur líka af öfund vegna hispurslausrar framkomu Kormáks og þess hve auðvelt hann á með að umgangast fólk. Snorri óttast mest af öllu að Kormákur sé honum raunverulega fremri. Kormákur sýnir Snorra aldrei annað en góðvild. Hann gerir ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við hann í Reykjavík en tekur þó ef til vill ekki ýkja nærri sér hve lítinn árangur þær bera. I raun og veru ann Snorri bróður sínum þó svo að hann hati hann einnig. Kormáki mætti ganga allt í haginn ef það væri öruggt og viðurkennt að Snorri væri honum fremri. Hið nána samband þeirra sést meðal annars á því hve hugstæð Snorra eru viss atriði í útliti bróður síns og tengir þau þá gjarnan bernsku þeirra. Stjórnmálaskoðanir Snorra byggja lengi framan af aðeins á persónulegum atriðum, áhrifum frá einstaklingum, framavonum hans sjálfs og þörfinni fyrir að vera á öndverðum meiði við Kormák. Þær virðast ekki eiga rætur í sjálfstæðri íhugun á þjóðfélagsmálum. Samkvæmt þessu skipar hann sér í röð fylgismanna Kristilega þjóðræknisflokksins. En Snorri skilur smám saman hvernig neikvæð uppeldisáhrif Jóku hafa mótað hann sjálfan og reynir að hefja sig upp yfir þá þætti í fari sínu sem þaðan eru sprottnir. Hann kynnist einnig því þjóðfélagi sem hann lifir í og lífsskoðanir hans mótast af þeirri kynningu. Þessir tveir þættir og hlutur Kormáks í þeim lenda svo í mikilli flækju sem seint ætlar úr að greiðast. Undir lok sögunnar gerir Snorri játningu fyrir bróður sínum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.