Andvari - 01.01.2006, Page 119
ANDVARI
HAMLET VIÐ HEIMSKAUTSBAUG
117
aði mig að gera aðra tilraun. Ég valdi algjörlega nýtt fólk, sem margt hvert
þekktist ekki innbyrðis, nema hvað Guðni var mér áfram til halds og trausts.
Og nú gekk allt upp. Þegar eftir frumsýningu var okkur boðið til Norðurlanda
með sýninguna og varð það upphaf að heimshornaflakki Bandamanna.
í Bandamanna sögu leituðum við í sjóð íslendingasagna; seinna glímdum
við við Eddukvæðin og goðheima þeirra í edda.ris, sem er byggt á Skírnis-
málum. En við höfðum einnig litið hýru auga til annarra goðsagna, alþjóð-
legra, ef svo má segja, en þó með íslensku akkeri, þ.e. að hér væru til gamlar
rætur þeirra sagna. Ein af þeim var sagan af Amlóða. Eins og Isaac Gollancx
hafði bent á í bók sinni Hamlet in Iceland, mátti finna hér ýmsar gerðir þess-
arar sögu. Elsta heimild þar sem nafnið kemur fyrir er í vísu íslensks skálds,
frá 10. öld; skáldið var írskt í aðra ættina og kannski er sagan upprunalega
þaðan eins og svo margar góðar sögur. En hér var bæði til Amlóða saga og
Ambáles rímur, sem og þjóðsagan um kolbítinn Brján, en enn þann dag í dag
er sá á íslensku kallaður amlóði sem ekki tekst að standa í stórræðum. Þegar
Kaupmannahöfn skyldi verða menningarhöfuðborg Evrópu 1996, höfðu for-
ráðamenn þar séð Bandamannasýningu okkar á Aarhus Festuge og haft pata
af þessum hugleiðingum okkar um Amlóða. Okkur var þá boðið að frumflytja
þetta nýja verk á Helsingjaeyri sem fyrstu sýningu í sýningaröð sem nefndist
Hamlet sommer og voru sýningar af margvíslegu tagi með Hamlet-þemað að
uppistöðu og ekki texta Shakespeares. Upphaflega stóð til að sýningin yrði
á Krónborgarkastala, en vegna kulda var hún flutt inn og í gamla leikhúsið
í Helsingpr, þar sem haldnar voru tvær sýningar; síðar fluttist hún till Kaup-
mannahafnar þar sem við sýndum í viku fyrir fullu húsi í Caféteatret.
Leikendur voru Borgar Garðarsson (Horvendill kóngur), Þórunn Magnea
Magnúsdóttir (Amba drottning), Jakob Þór Einarsson (Amlóði), Ragnheiður
Elfa Arnardóttir (Ása hirðþerna og seiðkona), Stefán Sturla Sigurjónsson
(fíflið og finngálkn), Felix Bergsson (Gamalíel stjórnmálaráðgjafi), Guðni
Franzson (Lúðri, fulltrúi listanna). Tónlist var eftir Guðna, Elín Edda Árna-
dóttir hannaði litríka búninga, en leiksviðið var autt nema strengur gekk eftir
því við bakvegg og þar hengd upp hljóðfæri leikenda og aðrir leikmunir og
teknir niður eftir þörfum. Lýsingin var í höndum Davids Walters en dans-
hreyfingar mótaði Nanna Ólafsdóttir. Þessi sýning barst um þrjár álfur og
var meðal annars boðið í Leikhús þjóðanna 1997, en það ár var það haldið í
Seoul í Kóreu.
Bandamanna saga hafði fjallað um auð og völd, mútur og lögklæki og
meðal annars aðferðir þeirra sem sitja að kötlunum að sjá til þess að aðrir
hræri ekki í þeim potti. Þó að við segðum söguna með ýmsum útúrdúrum
og tilvísunum að póstmódernískum hætti, vorum við þó trú kjarna hennar
og tilsvörum. í Amlóða sögu höfðum við annars konar frelsi; sagan eins og
við sögðum hana var okkar og hafði orðið til á æfingum. Ferlið var þetta: