Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 119

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 119
ANDVARI HAMLET VIÐ HEIMSKAUTSBAUG 117 aði mig að gera aðra tilraun. Ég valdi algjörlega nýtt fólk, sem margt hvert þekktist ekki innbyrðis, nema hvað Guðni var mér áfram til halds og trausts. Og nú gekk allt upp. Þegar eftir frumsýningu var okkur boðið til Norðurlanda með sýninguna og varð það upphaf að heimshornaflakki Bandamanna. í Bandamanna sögu leituðum við í sjóð íslendingasagna; seinna glímdum við við Eddukvæðin og goðheima þeirra í edda.ris, sem er byggt á Skírnis- málum. En við höfðum einnig litið hýru auga til annarra goðsagna, alþjóð- legra, ef svo má segja, en þó með íslensku akkeri, þ.e. að hér væru til gamlar rætur þeirra sagna. Ein af þeim var sagan af Amlóða. Eins og Isaac Gollancx hafði bent á í bók sinni Hamlet in Iceland, mátti finna hér ýmsar gerðir þess- arar sögu. Elsta heimild þar sem nafnið kemur fyrir er í vísu íslensks skálds, frá 10. öld; skáldið var írskt í aðra ættina og kannski er sagan upprunalega þaðan eins og svo margar góðar sögur. En hér var bæði til Amlóða saga og Ambáles rímur, sem og þjóðsagan um kolbítinn Brján, en enn þann dag í dag er sá á íslensku kallaður amlóði sem ekki tekst að standa í stórræðum. Þegar Kaupmannahöfn skyldi verða menningarhöfuðborg Evrópu 1996, höfðu for- ráðamenn þar séð Bandamannasýningu okkar á Aarhus Festuge og haft pata af þessum hugleiðingum okkar um Amlóða. Okkur var þá boðið að frumflytja þetta nýja verk á Helsingjaeyri sem fyrstu sýningu í sýningaröð sem nefndist Hamlet sommer og voru sýningar af margvíslegu tagi með Hamlet-þemað að uppistöðu og ekki texta Shakespeares. Upphaflega stóð til að sýningin yrði á Krónborgarkastala, en vegna kulda var hún flutt inn og í gamla leikhúsið í Helsingpr, þar sem haldnar voru tvær sýningar; síðar fluttist hún till Kaup- mannahafnar þar sem við sýndum í viku fyrir fullu húsi í Caféteatret. Leikendur voru Borgar Garðarsson (Horvendill kóngur), Þórunn Magnea Magnúsdóttir (Amba drottning), Jakob Þór Einarsson (Amlóði), Ragnheiður Elfa Arnardóttir (Ása hirðþerna og seiðkona), Stefán Sturla Sigurjónsson (fíflið og finngálkn), Felix Bergsson (Gamalíel stjórnmálaráðgjafi), Guðni Franzson (Lúðri, fulltrúi listanna). Tónlist var eftir Guðna, Elín Edda Árna- dóttir hannaði litríka búninga, en leiksviðið var autt nema strengur gekk eftir því við bakvegg og þar hengd upp hljóðfæri leikenda og aðrir leikmunir og teknir niður eftir þörfum. Lýsingin var í höndum Davids Walters en dans- hreyfingar mótaði Nanna Ólafsdóttir. Þessi sýning barst um þrjár álfur og var meðal annars boðið í Leikhús þjóðanna 1997, en það ár var það haldið í Seoul í Kóreu. Bandamanna saga hafði fjallað um auð og völd, mútur og lögklæki og meðal annars aðferðir þeirra sem sitja að kötlunum að sjá til þess að aðrir hræri ekki í þeim potti. Þó að við segðum söguna með ýmsum útúrdúrum og tilvísunum að póstmódernískum hætti, vorum við þó trú kjarna hennar og tilsvörum. í Amlóða sögu höfðum við annars konar frelsi; sagan eins og við sögðum hana var okkar og hafði orðið til á æfingum. Ferlið var þetta:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.