Andvari - 01.01.2006, Page 122
120
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
æfður í list ástarinnar og hafi hugsað sér að eignast 465 börn eins og Ágúst
kóngur sterki ...
9. Einræður. Kóngur reynir að spá í orð seiðkonunnar, drottningin sömu-
leiðis. Hirðkonan Ása, sem er eiginlega álfur, kveður ekki allt með felldu
í Danaveldi. í gær hafi níu andófsmenn verið teknir af lífi. Einn þeirra var
hengdur fimm sinnum svo að það yrði nógu eftirminnilegt. Hermdarverka-
mennirnir eru byrjaðir að sprengja. Akrar eru ósánir, fiskurinn horfinn
af miðunum. Af hverju á fólkið að lifa? Gamalíel þykist sjá, að ekki geti
hann frestað brúðkaupinu, en í glaumi veislunnar geta hent slys ... Fíflið
hefur eignast keppinaut, kóngafólkið er farið að keppa við atvinnumennina í
fíflsku. En kannski veitir ríkinu ekki af tveimur opinberum fíflum? Amlóði
spyr sig, hvað hann eigi að gera, hann sem aldrei hafi borið vopn, aldrei
gert flugu mein. Og hver var það sem drap föður hans? Vindurinn svarar
að það hljóti að hafa verið malaría, kólera, krabbamein, eyðni, eða að hann
datt út um glugga eða vantaði skjöld í bardaganum. Sjálfur kemst Amlóði
að því, að kannski veitti honum ekki heldur af skildi hér innan múra hallar-
innar.
10. Heimspeki. Amlóði og fíflið eiga í heimspekilegum viðræðum um lífið
og tilveruna. Fíflið segir það eilíft kíf og armæðu og stríð og það eitt gildi
að láta það ekki slá sig út af laginu. Amlóði svarar með einu boðorðanna: Þú
skalt ekki morð fremja. Fíflið vitnar einnig í Biblíuna: menn eigi að launa
óvinum sínum því sem þeir eigi skilið. Amlóði kann einnig sína biblíu: Eg vil
ei vanhelga sáttmála minn, segir hann. Fíflið: Kannt þú fuglamál? Amlóði:
Skilur þú mannamál? Fíflið spyr þá, hvort spáfugl völvunnar kunni ekki að
veita Amlóða svarið. Hvetur hann til að taka skammlaust þátt í brúðkaups-
gleðinni og hugsa sitt í hljóði.
11. Brúðkaupsveisla. Hirðtónskáldið Lúðri kveður rímur sem lýsir því
hvernig gleðin eigi að ganga fyrir sig. Amlóði hagar sér þó í hæsta máta
óskikkanlega og veislan fer í uppnám. Amlóði segist ekki vita sitt rjúkandi
ráð; þjóðin segir sig vera eins og skipbrotsmenn á skeri.
12. Friðarumleitanir. í samfélagi, þar sem ósætti og óreiða ríkir, býr hver
í sínu horni. Fíflið gefur Amlóða grímu, hann á að dylja tilfinningar sínar.
Kóngi og Gamalíel er þó þrotin þolinmæði; skip bíður búið til ferðar til að
flytja Amlóða út í buskann. Amlóði tekur því fálega og fræðir Gamalíel um
að hann sé ýmist froskur eða strútur eða kameldýr (út af þessu með nálar-
augað), allt eftir því hvað þjónar valdasýki hans og metnaði. Amlóði yfirgefur
sviðið sigri hrósandi.
13. Tónlistarlegt intermezzo. Kynni að vera að með aðstoð hljóðfæra tækist
að skapa þann skilning sem hvorki orðum né athöfn hefur tekist?
14. Mál skýrast. Fíflið spyr, hvort Amlóði geri sér grein fyrir því hvað nafn
hans tákni: ættleri sem sé föður sínum til skammar, fáviti: er það það sem