Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Síða 122

Andvari - 01.01.2006, Síða 122
120 SVEINN EINARSSON ANDVARI æfður í list ástarinnar og hafi hugsað sér að eignast 465 börn eins og Ágúst kóngur sterki ... 9. Einræður. Kóngur reynir að spá í orð seiðkonunnar, drottningin sömu- leiðis. Hirðkonan Ása, sem er eiginlega álfur, kveður ekki allt með felldu í Danaveldi. í gær hafi níu andófsmenn verið teknir af lífi. Einn þeirra var hengdur fimm sinnum svo að það yrði nógu eftirminnilegt. Hermdarverka- mennirnir eru byrjaðir að sprengja. Akrar eru ósánir, fiskurinn horfinn af miðunum. Af hverju á fólkið að lifa? Gamalíel þykist sjá, að ekki geti hann frestað brúðkaupinu, en í glaumi veislunnar geta hent slys ... Fíflið hefur eignast keppinaut, kóngafólkið er farið að keppa við atvinnumennina í fíflsku. En kannski veitir ríkinu ekki af tveimur opinberum fíflum? Amlóði spyr sig, hvað hann eigi að gera, hann sem aldrei hafi borið vopn, aldrei gert flugu mein. Og hver var það sem drap föður hans? Vindurinn svarar að það hljóti að hafa verið malaría, kólera, krabbamein, eyðni, eða að hann datt út um glugga eða vantaði skjöld í bardaganum. Sjálfur kemst Amlóði að því, að kannski veitti honum ekki heldur af skildi hér innan múra hallar- innar. 10. Heimspeki. Amlóði og fíflið eiga í heimspekilegum viðræðum um lífið og tilveruna. Fíflið segir það eilíft kíf og armæðu og stríð og það eitt gildi að láta það ekki slá sig út af laginu. Amlóði svarar með einu boðorðanna: Þú skalt ekki morð fremja. Fíflið vitnar einnig í Biblíuna: menn eigi að launa óvinum sínum því sem þeir eigi skilið. Amlóði kann einnig sína biblíu: Eg vil ei vanhelga sáttmála minn, segir hann. Fíflið: Kannt þú fuglamál? Amlóði: Skilur þú mannamál? Fíflið spyr þá, hvort spáfugl völvunnar kunni ekki að veita Amlóða svarið. Hvetur hann til að taka skammlaust þátt í brúðkaups- gleðinni og hugsa sitt í hljóði. 11. Brúðkaupsveisla. Hirðtónskáldið Lúðri kveður rímur sem lýsir því hvernig gleðin eigi að ganga fyrir sig. Amlóði hagar sér þó í hæsta máta óskikkanlega og veislan fer í uppnám. Amlóði segist ekki vita sitt rjúkandi ráð; þjóðin segir sig vera eins og skipbrotsmenn á skeri. 12. Friðarumleitanir. í samfélagi, þar sem ósætti og óreiða ríkir, býr hver í sínu horni. Fíflið gefur Amlóða grímu, hann á að dylja tilfinningar sínar. Kóngi og Gamalíel er þó þrotin þolinmæði; skip bíður búið til ferðar til að flytja Amlóða út í buskann. Amlóði tekur því fálega og fræðir Gamalíel um að hann sé ýmist froskur eða strútur eða kameldýr (út af þessu með nálar- augað), allt eftir því hvað þjónar valdasýki hans og metnaði. Amlóði yfirgefur sviðið sigri hrósandi. 13. Tónlistarlegt intermezzo. Kynni að vera að með aðstoð hljóðfæra tækist að skapa þann skilning sem hvorki orðum né athöfn hefur tekist? 14. Mál skýrast. Fíflið spyr, hvort Amlóði geri sér grein fyrir því hvað nafn hans tákni: ættleri sem sé föður sínum til skammar, fáviti: er það það sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.