Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2006, Page 130

Andvari - 01.01.2006, Page 130
128 SVEINN EINARSSON ANDVARI þess merki í sýningu okkar. Og ekki eru leikslok heldur valin af tilviljana- kenndri uppáfinningarsemi. Endurskoðun allra lífsgilda er heiminum nauð- syn ...“ Persónur leiksins Hamlet er um tvítugt, nýhafinn háskólanám. Hann er gáfaður, margslunginn, leitandi að sjálfum sér og öðrum, en hefur kannski mest leitað í leik og félags- skap og í bókum. Nú þarf hann að leita í umhverfi sínu, samfélaginu, hvernig þessi heimur hangir saman. í fyrstu trúir hann því ekki að vofan birtist, eða geti yfirleitt birst. Það er rödd föður Hamlets sem við heyrum, rödd lík rödd hins nýja kóngs, enda ljær sami leikari þeim tungu sína. En í raun vitum við aldrei hvort við - og Hamlet - heyrum þetta sem hans innri rödd - hvort hann sér vofuna nema fyrir innri sjónum og eðlisávísanir framkalla vofuna, hann sér hana „með hugans augum“ eins og segir í textanum. Þá kemur reyndar vandi. Augljóst er, að í svefnherbergisatriðinu fræga sér drottning ekki vof- una, né heyrir það sem áhorfandinn heyrir (úr hugskoti Hamlets?), en hvað um þá Hóras og í okkar tilviki Marsellus? Þeir sem ekki trúa því að framliðn- ir geti birst okkur, verða að taka það gilt, að ímyndunarafl þeirra hafi hlaupið með þá í gönur, í því undarlega andrúmi sem ríkir við hirðina; kannski hefur Marsellus grunsemdir um að kóngamorð hafi verið framið. í fyrstu atriðum leiksins er Hamlet í uppnámi, sem magnast við áskorun vofunnar. En hann treystir ekki yfirnáttúrlegum viðburðum, hann þarf frekar vitnanna við. Því koma leikararnir eins og himnasending og hann og Hóras fylgjast grannt með viðbrögðum kóngs. Andstæðurnar leikur-skylda eru settar strax á oddinn í eins konar forleik að sýningunni og andstæðurnar einstaklingur og samviska hans andspænis sam- félagi, sundurlausu, en sam-félagi þó, koma skýrt fram þegar í fyrsta atriði leiksins, þegar hinn nýi kóngur flytur eins konar hásætisræðu til að vinna hylli þegnanna og sefa úlfúð Hamlets. Þessi Hamlet er ekki lamaður á vilja, hann er í rauninni ungur og þróttmikill, og í honum hamast ólíkar tilfinningar. En hann kann ekki enn að virkja þá orku, né þá gremju hans yfir því hversu lítt hann hefur getað haft áhrif á gang mála, það sem hans særða réttlætiskennd kynni að leiða til. Hann bíður átekta. En sú staðreynd að um hann er njósnað, vekur ugg og ótrú á heilindum þeirra sem eiga að standa honum næstir. Hann bíður átekta, uns hann setur á svið leikmorðið; þar eru fyrstu hvörf í leiknum og um leið í skapgerðarþróun hans. Nú veit hann vissu sína, en þá er honum um leið ljóst að hann er orðinn hættulegur; ef föður hans var ýtt úr vegi, er leikur einn að ryðja honum sjálfum úr vegi. I stað ólundar brjótast viðbrögðin fram í galgopahætti, hann leikur sig galinn, óábyrgan, hættuminni. N
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.