Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 133

Andvari - 01.01.2006, Side 133
ANDVARI HAMLET VIÐ HEIMSKAUTSBAUG 131 kynlíf hennar og Kládíusar fyllir hana nýrri lífsorku. Hún er yfir sig ástfangin og lætur sinn nýja maka sjaldnast alveg í friði. Hún ann syni sínum, en leið- ist dyntir hans og óhlýðni. Heldur þó að tíminn muni lækna öll sár. Fyrstu efasemdir hennar vakna af viðbrögðum kóngs við leiksýningunni. Þess vegna breytist allt hennar viðhorf eftir atriðið í svefnhúsi hennar og allt sem hún aðhefst eftir það mótast af þeirri vitneskju. Hún segir kalt og laust við tilfinn- ingasemi frá örlögum Ófelíu; allt er búið hvort sem er. Hún getur ekki lifað við þá vitneskju sem hún ber með sér; hún drekkur af bikarnum vitandi vits. Póloníus er gamalreyndur stjórnmálarefur. Hafi hann grunsemdir um að ekki hafi allt verið með sóma um dauða Hamlets eldra, er hann nógu klókur til að stofna ekki eigin lífi og stöðu í hættu með ógætilegum uppljóstrunum; hann er einn af þeim sem alltaf fær sér annað fley ef hitt sekkur. Hann ann börn- um sínum og vill þeirra frama mestan, þó ekki blindur á löngun Laertesar eftir ljúfu lífi, né heldur drauma Ófelíu um að gerast brúður Hamlets og síðar drottning. Auðvitað væri hið síðarnefnda honum að skapi, en hann er of raunsær til að ala slíkar vonir með sér. Þau systkin gera reyndar góðlátlegt grín að umvöndunum gamla mannsins; hvenær hlustar ný kynslóð á það sem sú gamla heldur visku? Hann er hræddur við Hamlet, en of vanur að leika aðra fiðlu og tala í eyru þeirra sem valdið hafa til að taka raunverulega af skarið. Hann er ekki fífl eins og hann hefur stundum verið túlkaður, ekki heldur hreint illmenni. Hann er kannski lítilmótlegur, en hann er mannlegur og skaphöfn hans engan veginn fábrotin. Laertes er gamall vinur Hamlets og leikbróðir; þeim mun sárara er hvernig rás atburðanna leikur þeirra gömlu vináttu. Hann skynjar að ekki er allt með felldu, en vill komast burt, er ekki reiðubúinn að skera upp herör eða gerast uppreistarmaður. París lokkar, hann er veikgeðja. Þess vegna er hann líka heppilegt verkfæri fyrir kóng, eftir að Ófelía er gengin af vitinu og Hamlet um kennt. Hann hafði varað hana við, þegar hann sá að í saman dró með þeim Hamlet og systur hans; nú fyllist hann heimkominn harmþrunginni bræði. Hann er í raun vænsti drengur og þau atvik koma fyrir í miðjum skylm- ingabardaganum að honum er um megn að halda áfram að berjast. Ófelía er í fyrstu hrein og saklaus. Það má spyrja sig, hvort þau Hamlet hafi sængað saman, og því sé Laertes hræddur um að prinsinn sé að fleka sína gömlu leiksystur. Okkar svar er nei, ella væri hún mikill hræsnari þegar hún útlistar fyrir föður sínum eða bróður samskipti sín við Hamlet. Hún ann Hamlet hugástum og hefur sennilega alltaf gert, en ástin blossað upp, þegar hann kom heim frá Vittenbergi. En á þá ást slær fölskva, prinsinn er kominn heim til að vera við útför föður síns, sem hann unni heitt, og lát hans sækir æ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.