Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 134

Andvari - 01.01.2006, Side 134
132 SVEINN EINARSSON ANDVARI meir á hug hans. Ófelía lætur hafa sig í að njósna um hug Hamlets og gengur það til sem þeir faðir hennar og kóngur hafa að yfirskini, að komast fyrir um angur prinsins. Það ærir Hamlet og uppfrá því skilur hún ekki hans látæði. Loks verður það henni um megn. Hóras er dreginn fáum en skýrum dráttum. Hann er tryggðatröll og hand- genginn Hamlet frá fornu fari, leikfélagi fyrst, svo skólafélagi. Hann er jarð- bundnari en prinsinn og minna gefinn fyrir heilabrot. Segja má að hann sé akkerið í lífi Hamlets, Hórasi getur hann opnað hug sinn í stað þess að allt slái inn og hann missi vitið í alvöru. Hóras er að sumu leyti fulltrúi áhorfenda, hann sér leikinn að utan um leið og hann er þátttakandi í honum; því er það hann sem getur dregið lærdómana nær leikslokum. Rósinkranz og Gullinstjarni eru uppar og tækifærissinnar. Þeir eru eitthvað eldri en Hamlet og hann hefur sennilega litið upp til þeirra sem foringja í leik- um forðum tíð. Kóngur vill notfæra sér það. Þeir hafa væntanlega ekki verið í innsta valdahringnum hjá Hamlet eldra, né þeirra forfeður; þeir eru að vinna sig í álit. Viðbrögð þeirra eru blanda af framhleypni og þrælslund. Leikarinn og félagar hans eru umfram allt listamenn: vanda sig til verka og gera heilshugar að vilja Hamlets sem sýnir merkilegan skilning á sálarheimi leiksviðsins og iðkenda þess. Leikararnir gera enga tilraun til að láta leikinn líta „eðlilega“ út, þeir eru hégómlegir og mannlegir utansviðs og vilja vekja athygli, en þegar komið er út í leikinn sjálfan, búa þeir yfir hæfni til að skapa nýjan listrænan sannleik. Út af Hekúbu! Ósrik er enn einn fuglinn sem er að vinna sig í álit. Hann er vel heima í formsatriðum og hinum ytri hirðsiðum, en hlálegur heigull, þegar hann mætir líkamlegri ógn eða vitsmunalegri ögrun. Grafarinn er andríkur heimspekingur. Hold er mold. Fortinbras er herforingi. Forsaga er að öllu hernaðarbrölti leiksins. Hamlet eldri og Noregskonungur faðir Fortinbrass höfðu eldað grátt silfur og Hamlet haft betur í þeim erjum. Nú er Fortinbras kominn á stúfana og heimtar aftur þær lendur sem Danakonungur hafði unnið. Noregskonungur er nú „farlama kararfauskur“ eins og Kládíus orðar það, frændi Fortinbrass. Honum skrifar Kládíus og hvetur hann að taka í taumana og sendir með bréfið tvo dygga hirðmenn til að fylgja efni þess eftir. Þegar við svo kynnumst Fortinbrasi, er hann ekki sá herskái landaskelfir sem Kládíus hafði brugðið upp mynd af; hann hefur beðið náðarsamlegast um leyfi til að fara yfir land Dana í átt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.