Andvari - 01.01.2006, Page 142
140
STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR
ANDVARI
Sjóferðin var erfið, tók rúmar þrjár vikur og lá Tómas mest „á spýjustokknum“
á leiðinni, gat hvorki staðið né setið, borðað né sofið, seldi stöðugt upp en gat
helst haldið niðri nýju sauðaketi sem kapteinninn var svo notalegur að gefa
honum. í bréfinu til föður hans kemur vel fram hvaða áhrif stórborgin hefur á
Tómas við fyrstu kynni. Það sem honum sýndist af sjónum vera „brunahraun,
kolsvartir hólar og þverhnýpt niður af“ reynist vera skóglendi þegar betur er
að gáð.6 Og þegar í land er komið veit Tómas ekki hvort hann fer um göturnar
í leiðslu eða draumi „þar [eð] ég aldrei hefði getað rúmað í höfði mér slíkan
skarkala, org og ósköp, sem hér í einu umkringdu mig á allar síður“.7
Tómas lét borgarglauminn ekki glepja sig frá námi og skyldustörfum í
Kaupmannahöfn. Hann tók bæði „fyrsta lærdómspróf (artium) og eins hið
annað (philosophicum) með lofi“, las síðan guðfræði af miklu kappi og lauk
glæsilegu embættisprófi árið 1832.8 Sama ár imprar hann á furðulegri hugdettu
í bréfi til föður síns (23. apríl 1832) og biður hann að ábyrgjast lán til að kosta
framkvæmd hennar.9 Hugmynd Tómasar var sú að leggja í langferð um helstu
lönd Evrópu sér til menntunar, skemmtunar og fróðleiks. Tómas segir sjálfur
að bóklegt nám hans vanti jarðtengingu og að hann skorti enn reynslu og
þekkingu til að geta orðið að því gagni í lífinu sem hann vill: „Guðfræðin og
heimspekin, sem ég hingað til hefi lifað á, halda manni fyrir ofan alt það jarð-
neska og í því þær draga mann upp á við, gleymir maður því, sem fyrir neðan
er. Manna-, þjóða- og veraldarþekkingin, sem er svo aldeilis nauðsynleg, til
að geta verkað gagnlega í svo mörgum embættisstöðum í lífinu, er það, sem
mig sér í lagi enn þá vantar...“ skrifar hann.10 I minningarorðum um Tómas
segir Jónas Hallgrímsson að Tómas hafi farið fyrst og fremst í reisuna af föður-
landsást: „Aðaltilgángur þessarar ferðar var að kjinna sjer ástand og siðu hinna
frægstu þjóða og vísustu, bæði til að fræðast sjálfur og til að gjeta borið það
síðan allt saman við ástand og siðu Íslendínga - þeirra er ferðin í raun rjettri
var farin öll firir“.n Tómasi tókst að útvega nægilegt fé til fararinnar og lagði
af stað í einskonar „Grand-Tour“ eða menningarreisu um Evrópu að hætti
ungra sjentilmanna þeirra tíma þann 7. júní 1832.12 Hann bjó sig vel úr garði,
með passa í lagi, átti úttektarnótur hjá helstu stórkaupmönnum í heimsborgum
Evrópu og var með hæfilega mikinn farangur. Hann ásetti sér að „auðga sinnið
sem mest með nytsömum, fögrum og háum minningum, er gæti héðan í frá
gjört mér lífið notadrjúgt og ánægjusamt,.. .“.13 Leið hans lá um helstu stór-
borgir, s.s. Berlín, Prag, Vín, Flórens, Róm, Konstantínópel og París.
Tómas skrifaði stærstan hluta ferðasögunnar veturinn eftir að hann kom
heim til íslands (1834-5)14. Sennilega skrifaði hann eftir minnisgreinum eða
dagbókarfærslum frá ferðum sínum. Tómas lauk aldrei við bókina, hann dó úr
berklum aðeins 34 ára gamall. Mikið vantar á að sagt sé frá ferðinni allri. Hér
og þar í bókinni eru innskotsgreinar um efni sem hann átti eftir að bæta inn í
og kynna sér betur og „etc.“ eða punktalína er við staði og fyrirbæri sem hann