Andvari - 01.01.2006, Side 144
142
STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR
ANDVARI
átti eftir segja ítarlegar frá (t.d. bls. 85, 179 og 192). Fylla má í sumar eyðurnar
með bréfum sem Tómas skrifaði föður sínum og fleirum frá þeim borgum
sem hann fór um. I stærstum hluta bókarinnar eða á rúmlega 250 blaðsíðum
segir frá upphafi ferðarinnar, dvölinni í Berlín sumarið 1832 og frá hinum við-
felldnu Þjóðverjum og þýskri hámenningu sem heillaði Tómas mjög. Þá segir
af ferðinni til Prag og Múnchen. A landamærum Bæheims og Bæjaralands
sat Tómas 5 daga í sóttkví vegna kólerufaraldurs sem geisaði um Evrópu og
þar fellur ferðasagan niður um hríð. Um framhald ferðarinnar má lesa í bréfi
Tómasar til föður síns.15 Kemur þar fram að hann dvaldi í tvo mánuði í Vín
og hélt þaðan áleiðis til Rómar. Hann tekur svo upp þráðinn í ferðabókinni
þegar hann er í þann mund að fara frá Róm, svo sáralitlar heimildir er að
finna um fjögurra mánaða dvöl hans þar. Á einum stað kallar hann Róm unn-
ustu sína eða amorosa (sbr. 257) og á öðrum stað skrifar hann: „Áður en eg
vissi af eður vildi var mig borið að þeim tímanum er eg skyldi yfirgefa hina
indælu Rómaborg, hvar eg hafði átt næstum 4ra hina ánægjuligustu mánuði
og sælustu daga ævinnar" (253). Tómas hafði frétt af skemmtisiglingu um
Miðjarðarhaf með gufuskipi sem lá við bryggju í Napólí. Þangað ætlaði hann
að fara þótt hann ætti reyndar ekki fyrir farinu og treysti bara á að gæfan yrði
sér hliðholl. Hann var vanur að taka slíka áhættu; „Ætti maður aldrei að tefla
á tvær hættur, kemst maður heldur ekkert" átti hann til að segja.16 Það varð
úr að Tómas komst einhvern veginn með þessu skipi en þar endar ferðasagan
með kaflanum „Ályktan bókarinnar" sem hefur átt að vera lokakafli hennar.
I bréfum Tómasar kemur fram að hann sigldi um Miðjarðarhafið tæpa fjóra
mánuði, hélt síðan landleiðina frá ftalíu til Frakklands; til Parísar (þar sem
hann veiktist af berklunum) og eftir átta vikna erfiða sjúkdómslegu komst
hann til Lundúna og Hamborgar og þaðan til Kaupmannahafnar í maí 1834.
Ferðalag hans hafði tekið tæp tvö ár og hann sneri aftur fullur eldmóðs
og reynslunni ríkari en það var dýru verði keypt. Upp frá því var Tómas
Sæmundsson merktur dauðanum, ævistarfið og ferðabókarskrifin örvænt-
ingarfullt kapphlaup við tímann. í bréfi til Jónasar, dags. 6. september 1835,
segist Tómas ekki hafa tíma til að sinna ritstörfum vegna búskaparstarfa og
prestverka og Ferðabókin sitji alltaf á hakanum.17
Ég er oft hálfmelankólskur að hugsa um, til hvers guð hafi látið mig lifa svo lengi, ef
æfi mín á ekki að verða til neins nema rétt með mæðu og óþægð að hafa af fyrir lífinu!
Síðan ég fór norðan í vor um sumarmálin hefi ég ekki komist til að taka á ferðabókinni
og mér finnst ég vera búinn að gleyma því öllu, og ekki finst mér ég hafa lyst til að
sýsla þar neitt við, því ég sé mér engan tíma til að stúdera svo mikið sem það útkrefur.
Þokuandarnir eru þannig strax búnir að taka úr mér allan kjark...18
í bréfi til Konráðs Gíslasonar frá 29. júlí 1840 er Tómas enn að hugsa um
Ferðabókina og gerir sér fyllilega ljóst að tíminn er að renna út: „Þegar ég er