Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 145

Andvari - 01.01.2006, Side 145
ANDVARI „AÐ KASTA SÉR MEÐAL ÚTLENDRA ÞJÓÐA“ 143 búinn að koma frá mér því sem mest kallar að núna, Harmóníu og ferðabók- inni, - því hvorttveggja skal koma, ef ég ekki dey því fyr -“,19 Tómas hafði mikinn áhuga á ferðasögum og ferðabókum.20 Hann hafði lesið margar ferðabækur og í ritstjórn Fjölnis barðist hann ákaft fyrir því að láta birta útdrætti úr reisubókum.21 í bréfum hans kemur t.d. fram að hann hafði „eldritin“ undir höndum og „ránið á Vestmannaeyjum og ýmsar æfisög- ur“ og hugðist koma þessum verkum á prent (sbr. 238) og í bréfi til Jónasar (4. apríl 1838) stingur Tómas upp á því að útleggja hina frægu skáldferðasögu Róbinsons Krúsó á íslensku því hann veit að þá bók vill almenningur lesa (sbr. 240). Hann skrifaði einnig ferðabréf, „Úr bréfi frá íslandi, dagsettu 30ta jan. 1835“ sem birt var í Fjölni. Þar lýsir Tómas m.a. daglegum störfum sjómanna á herskipi, s.s. matarúthlutun og borðhaldi, þvotti, hreinlæti og dægrastyttingu þeirra ásamt dauðabeyg sem á þá sótti og fylgdi þessu lífs- hættulega starfi.22 Ferðabréfið í Fjölni olli nokkrum úlfaþyt þar sem Tómas var mjög harðorður í garð landa sinna, einkum í síðari hluta bréfsins þar sem Tómas segir frá ferð sinni innanlands. Þar deilir hann allharkalega á stjórn- skipan landsins, lélegt siðferði manna, leti og skussahátt. Um leið hvetur hann til úrbóta, t.d. í verslunar- og menntamálum og vekur athygli manna á kostum þilskipaútgerðar.23 Hér birtast skýr persónueinkenni Tómasar, eins og Jónas lýsir honum í eftirmælunum í Fjölni, sem ákafamanni, kappsöm- um og framkvæmdasömum; „Ekkjert var honum leiðara enn leti og lígji og allskonar ránglæti, og vildi hann af öllu abli brjóta það allt á bak aptur; fór þá stundum, eins og opt fer um slíka menn, að hann þótti vera nokkuð svo harðsnúinn og ráðríkur, enn allra manna var hann eínlægastur og ástúðleg- astur vinum sínum. Svona var hann skapi farinn.. ,“.24 í formála Tómasar að Ferðabókinni kemur fram að hún á að verða að miklu gagni, hún er „ætluð til nota“ (sbr. 2) og á að vekja „lyst og anda til að uppfræðast“ (sbr. 3). Efni bókarinnar og tilgangur hennar er hvort tveggja úthugsað hjá Tómasi, hún á að gefa heildstæðar lýsingar á löndum og borg- um, mannlífi þeirra og menningu og hann leggur sérstaka áherslu á það sem „íslendingum kynni að vera eftirtakavert með tilliti til sinnar stöðu, og mætti einhvörju hér þar eftir til lags koma“ (sbr. 3). Tómas er mjög meðvitaður um lesendahóp sinn því fram kemur að bókin er sérstaklega ætluð upplýstum almúgamönnum og ósigldum prestum svo þeir megi gera sér í hugarlund hvernig ýmsu er háttað erlendis. Á einum stað segir hann t.d.: „Vera kann að þeim af lesurum mínum sem ei hafa utan verið líki að eg lýsi með fám orðum hvörnin þar er niðurskipað...“ (69). Form bókarinnar er einnig úthugsað, ætl- unin er að hafa það heilsteypt og skipulegt: Mér var, sem hvörjum skilst, býsna miklu hægast, og hefði víst tekið fjórum sinnum skemmri tíma, að fara að flestra annarra dæmum, sem reisur sínar færa til bóka, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.