Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2006, Page 164

Andvari - 01.01.2006, Page 164
162 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI árangri innan þess ramma sem hinn íhaldssami íslenski bókamarkaður hefur sett honum. Hver veit nema brátt rísi upp kynslóð sagnfræðinga sem nái hylli lesenda með sagnfræðiritum undir frumlegri formerkjum en auðvitað munu fáir úr þeim hópi ná sömu færni og Guðjón. Eitt einkenni á ævisögum Guðjóns Friðrikssonar er ótalið og hefur oft verið nefnt af þeim sem um þær hafa fjallað. Guðjón hefur lagt kapp á að setja ekki saman „helgisögur“ þar sem með öllu er sneitt hjá hinu neikvæða sem um söguhetjuna má segja.18 Það hefur honum tekist. Eigi að síður má segja að hann taki sér gjarnan stöðu með manninum sem er viðfangsefnið og standi jafnan nær honum en öðrum. Er það enda fremur regla en undantekn- ing í ævisögum og á einnig við hina nýju ævisögu um Hannes Hafstein. Allur munur er þó á Guðjóni og Kristjáni Albertssyni sem skrifaði um Hannes fyrir tæpri hálfri öld, eins og ég mun nú gera grein fyrir. III Elstu sagnarit um Hannes teljast til vitnisburða samtímamanna og slík rit notar Guðjón Friðriksson vitaskuld í bók sinni, eins og Barbara Tuchman og frásagn- arsagnfræðingar yfirleitt. Fyrsta stóra ritgerðin um Hannes Hafstein birtist í þessu tímariti árið 1923. Það var grein Þorsteins Gíslasonar ritstjóra (1867- 1938) sem var síðan endurprentuð í bókaflokknum Merkir íslendingar.19 Skrif Þorsteins eru fremur yfirveguð. Hann segir bæði kost og löst á Hannesi, svipað og Guðjón í Hannesarsögu sinni, hallar hvorki á heimastjórnarmenn né and- stæðinga þeirra sem fyrst nefndust framsóknarmenn en síðan sjálfstæðismenn (bæði nöfnin eru hæfilega loðin og þóttu greinilega vel heppnuð enda voru þau fljótlega tekin til handargagns af þeim flokkum sem bera þau nú). Mörg helstu minnin í sagnaritun um Hannes Hafstein koma fram strax í þessari fyrstu úttekt á ævi hans. Það kynni að koma á óvart að Þorsteinn telur einurð Hannesar í kvenfrelsismálum honum sérstaklega til tekna. Hann fer nokkrum orðum um þá þversagnakenndu staðreynd að þrátt fyrir að Hannes hafi verið frjálslyndur Brandesarsinni á æskuárunum í Kaupmannahöfn fyllir hann strax árið 1888 flokk íhaldsmanna á Islandi, er í „landshöfðingjaflokkn- um“ svokallaða. Eins dregur hann enga fjöður yfir að seinni ráðherratíð Hannesar (1912-1914) hafi hvorki gengið né rekið neitt í sjálfstæðisbaráttunni sem þá var mál málanna. Þó að hann hafi sjálfur um skeið verið róttækari í skilnaðarmálum en Hannes telur Þorsteinn að sumir andstæðingar uppkasts- ins hafi farið offari árið 1908. Segir hann að nú muni flestum fara svo „að þeir undrist stórum, er þeir lesa ýmislegt það, sem skrifað var móti sambands- lagafrumvarpinu sumarið 1908.“20 Þá rekur hann fleyg orð Hannesar í viðtali við Lögréttu 22. mars árið 1915: „Þegar jeg er kominn út fyrir landsteinana er jeg aldrei flokksmaður lengur; þá er jeg að eins íslendingur“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.