Andvari - 01.01.2006, Page 170
168
ÁRMANN JAKOBSSON
ANDVARI
Það mætti þykja vel í lagt að telja upp sextán mannkosti í einni setningu en
Sigurði finnst nauðsynlegt að bæta við fimm öðrum og eflaust hefur ein-
hverjum lesendum ekki þótt vanþörf á, í ljósi þess hvernig hefð hafði skap-
ast í sagnaritun um Hannes Hafstein. Sigurður kallar lífssögu Hannesar
„ævintýri“, finnst hann merkilegri en Jónas Hallgrímsson og Jón Sigurðsson
og að hann hafi haft meðfædda giftu sem „umlék persónuna eða geislaði útfrá
henni“.43
Við hliðina á þessari yfirskilvitlegu ofurhetju er nýleg grein Davíðs Odds-
sonar (f. 1948) næstum daufleg í samanburðinum. Ekki skortir þar þó lof
um Hannes Hafstein. Þegar Davíð lýsir fyrstu árum Hannesar á Isafirði og
mótbyr nær hann að koma að sex jákvæðum lýsandi orðum í einu: „En fram-
ganga þeirra, glæsileiki og hlýja hafði fljótlega betur. Var Hannes talinn rögg-
samur, áræðinn, framtakssamur og framsýnn“.44 Fljótlega bætast við dirfska
og hugprýði en karlmennskan er ekki jafn áberandi og forðum enda tímarnir
breyttir og ekki lengur jafn öruggt að karlkynið sé öðru kynferði æðra. Ymis
lykilorð úr fyrri sagnaritum ganga þó aftur hjá Davíð: kraftur, viðnám, vopn,
djarfir menn og jafnvel sleppur inn „karlmennskubragur“ þegar Davíð ræðir
um kvæði Hannesar 45 Þó að Davíð sleppi ekki af sér beislinu á sama hátt og
Kristján Albertsson og Sigurður A. Magnússon stendur hann eindregið með
Hannesi. Andstaða við Hannes er dæmi um sundurlyndisdraug og flokkaríg
á íslandi og stjórnmálamenn á þessum tíma sundraðir og deila um flest en
sagan hafi hins vegar feykt burt „því kuski og ryki sem stjórnmálaheiftin
kaffærði staðreyndirnar í“ 46
Fyrir þá sem eru hrifnari af hófsömum stíl er ritgerð Davíðs öllu aðgengi-
legri en hástemmt lof Kristjáns og Sigurðar og ólíklegri til að fæla lesendur
beinlínis frá. Þó dregur Davíð taum Hannesar og er sannfærður um að and-
stæðingar hans hafi oftast á röngu að standa. Og þó að hin nánast líkamlega
hrifning fyrri ævisagnaritara á Hannesi hafi temprast nokkuð má sjá leifar
hennar hér og þar: „Þrátt fyrir að smekkur sé ekki einsleitt fyrirbæri ber
flestum saman um að glæsilegri ef ekki fallegri mann en Islandsráðherrann sé
ekki auðvelt að benda á“ 47 Það er erfiðara árið 2004 en fjórum áratugum fyrr
að lýsa karlmönnum sem fallegum en Davíð heldur þó fast við þennan hluta
goðsagnarinnar og fellir þann dóm í lokin að Hannes hafi verið „geðríkur,
karlmannlegur ljúflingur“ sem hreykti sér þó lítt48
Þessi dæmi um hið mikla lof sem hefur tíðkast um Hannes Hafstein
sýna hversu hrifningin hefur verið einlæg og hömlulaus og fjarri öllum
íslendingasagnabrag. En um leið hversu ógagnleg ritin geta verið sagnfræð-
ingum sem vilja horfa hlutlægt á málin. Þó að hér hafi verið tekin dæmi um
íburðarmesta lofið verður enn fremur varla á móti mælt að sagnaritun um
Hannes Hafstein hefur löngum verið óvenju hástemmd á íslenskan mæli-
kvarða. Lengst ganga Kristján Albertsson og Sigurður A. Magnússon og telja