Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Síða 171

Andvari - 01.01.2006, Síða 171
ANDVARI GÖFUGUR OG STÓRBROTINN MAÐUR 169 sig þó báðir hlutlæga. Öllu hófstilltari í framsetningu eru Árni Pálsson og Davíð Oddsson en þó sannfærðir Hannesarmenn. Davíð Oddsson er raunar ekki eini forsætisráðherra Islands sem hefur sett saman grein um Hannes Hafstein. Bjarni Benediktsson (1908-1970) minntist Hannesar á aldarafmæli hans árið 1961 og er sú grein fróðleg, ekki síst þar sem Bjarni var í þversagnakenndri stöðu. Hann var á sinn hátt stjórnmála- legur arftaki Hannesar þar sem íslenskir hægrimenn hafa einkum haldið honum á lofti. Á hinn bóginn var hann sonur Benedikts Sveinssonar sem var einn gallharðasti andstæðingur uppkastsins og Hannesar alla tíð. Bjarni lýsir enda í grein sinni löngun til að líta Hannes „hlutlausum augum, ekki skoða hann sem goð á stalli, heldur mann sem barðist harðri baráttu, þar sem rök mátti færa á báða bóga, og meta síðan, hver staða hans er meðal íslenzkra stjórnmálamanna á þessari öld“.49 Segja má því að Bjarni Benediktsson sé undanfari Guðjóns en arftaki Þorsteins Gíslasonar í yfirvegaðri sagnaritun um Hannes Hafstein. Þrátt fyrir þessa ætlun Bjarna er greinilegt að hann tekur goðsögnina um Hannes Hafstein að flestu leyti gilda. í grein hans má finna lykilorð eins og karlmennska, röskleiki og glœsibragur. Annars hefur hann einkum áhuga á verklegum framkvæmdum hans, réttarbótum og mikilli löggjöf almennt. Niðurstaða Bjarna er að Hannes hafi haft ótvíræða foringjahæfileika, verið fljótur til ákvarðana en um leið fastur fyrir og óvæginn. Glæsileiki hans hafi skipt miklu í því samhengi.50 Bjarni er ekki jafn sannfærður um það og aðrir að Hannes hafi alltaf haft málstaðinn sín megin en andstæðingarnir aldrei. Þó telur Bjarni að Hannes hafi náð miklum árangri og meiri en aðrir leiðtogar sjálfstæðisbaráttunnar frá dögum Jóns Sigurðssonar, einkum í því að fá Dani til að fallast á aukinn rétt Islendinga. Sú mynd sem Bjarni dregur upp af Hannesi er í góðu samræmi við skrif t.d. Kristjáns Albertssonar. Rökstuðningur hans hefur þó meiri sannfæringarkraft en aðdáunarskrifin þar sem hann afgreiðir ekki andstæðinga Hannesar sem öfundarmenn eða kjána. Grein Bjarna er best heppnaða lofgreinin um Hannes Hafstein einmitt vegna þess að hún er rituð af mestri sanngirni í garð annarra stjórnmálamanna heimastjórnartímabilsins. Fimm binda ritröð Þorsteins Thorarensen (f. 1927) um heimastjórnartíma- bilið er nokkuð á skjön við flestöll önnur skrif sem hér hafa verið rædd enda skrifuð í skemmtilega óhátíðlegum stíl. Hún náði talsverðri hylli meðal almennra lesenda á sínum tíma enda Þorsteinn fimur penni. Aldrei naut hann sömu viðurkenningar meðal sagnfræðinga eða í bókmenntastofnuninni og Guðjóni Friðrikssyni hlotnaðist síðar, ef til vill vegna léttúðar sinnar og vegna þess að hann hirti lítt um að geta heimilda. Sem frásagnarsagnfræði eru hins vegar bækur hans prýðisvel heppnaðar. Skrif Þorsteins um Hannes Hafstein eru ekki í minningargreinastíl. Hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.