Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2006, Page 173

Andvari - 01.01.2006, Page 173
ANDVARI GÖFUGUR OG STÓRBROTINN MAÐUR 171 „metrósexúal“ og þykir karlmönnum af gamla skólanum það hálf vafasamt kynferði.53 En Hannes Hafstein var ekki „metrósexúal“ heldur eitthvað sem nú er ekki lengur talað um - glæsilegt karlmenni sem heillar menn með útliti, fasi og rödd sinni.54 Sagnaritun um hann færir okkur því skýran vitnisburð um samfélag þar sem það þykir mjög mikilvægt og æskilegt að vera karl- mannlegur karlmaður. Um leið má þar fara fögrum og hástemmdum orðum um útlit karlmanna engu síður en kvenna. Það er allþversagnakennt að ásamt karlmennskunni er Hannesi iðulega talið sérstaklega til tekna að hafa barist fyrir auknum rétti kvenna. Hér er ekkert ráðrúm til að leysa í eitt skipti fyrir öll úr því hvers vegna það skipti svona miklu máli að Hannes Hafstein væri karlmenni. Víst er að þetta orð er trauðla notað jafn mikið í ævisögum um aðra karlmenn frá þessum árum. Það er varla fyrr en á allra seinustu árum að sagnariturum fer greinilega að finnast orðið vandmeðfarið en þeir sleppa samt ekki frá karlmenninu Hannesi Hafstein, fyrr en kemur að Guðjóni Friðrikssyni sem lætur myndirnar tala sínu máli en forðast langar útlitslýsingar á Hannesi. Annað sem blasir við úr fjarska er hversu mjög sagnaritarar laga Hannes að eigin þörfum. í raun er hægt að segja að hver sagnaritari eigi sér sinn Hannes. Bernharð Stefánssyni (1889-1969) þykir mikilvægt að koma því á framfæri að Hannes hafi ekki verið íhaldsmaður en sjálfur var Bernharð þingmaður Framsóknarflokksins um áratuga skeið. Um stjórnmálaskoðanir Hannesar segir Bernharð: „Hygg ég að vísu sönnu nær að kalla Hannes jafnaðar- mann heldur en afturhaldsmann, en hvorugt þó rétt. Hann var frjálslyndur umbótamaður, eins og allt líf hans sýndi, en gekk ekki troðnar slóðir og var því lengi misskilinn“.55 Hannes hans Bernharðs er hvorki jafnaðarmaður (í Alþýðuflokknum) né afturhaldsmaður (í Sjálfstæðisflokknum) heldur eitthvað annað, frjálslyndur umbótamaður (í Framsóknarflokknum?). Þannig getur enginn flokkur eignað sér þjóðhetjuna og þó helst þeir sem hafa svipuð sjón- armið og Bernharð sjálfur. Tómas Guðmundsson (1901-1983) var skáld í hringiðu kalda stríðsins og einn fárra sem áttu í nánu samstarfi bæði við hægrimenn og sósíalista. Honum finnst Hannes sjálfur líka hafa verið „undarlega settur mitt í stjórn- málabaráttu þessara tíma, sem oft einkenndist af smámunalegri illkvittni og rógshneigð, eiginleikum sem Hannesi Hafstein voru víst ákaflega fjarskyldir og ógeðfelldir“.56 Tómas minnist varla á stjórnmálaafrek Hannesar sem hann telur þó mikil heldur ræðir ljóð Hannesar sem „flytja með sér nýtt lífsloft og heiðríkju“, alveg eins og Fagra veröld Tómasar sjálfs gerði hálfri öld síðar.57 Bjarni Benediktsson lýsir foringjanum Hannesi með þessum orðum: Á sínum beztu árum kunni Hannes Hafstein betur að stjóma en nokkur annar. Hann hafði þá foringjahæfileika, sem engum öðrum voru gefnir. Fylgismönnum hans þótti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.