Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2006, Page 174

Andvari - 01.01.2006, Page 174
172 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI meira til um hann en aðra menn. Óvenjuleg glæsimennska réð miklu um, en hann skorti ekki heldur hörku, þegar á þurfti að halda. Hannes hafði umfram allt þor og vilja, hæfileikann til að taka ákvörðun og dug til að fylgja henni fram, þótt á móti blési. Hann ávann sér traust þeirra, sem hann hafði samskipti við ...58 Bjarni var sjálfur ekki orðlagður fyrir glæsimennsku en að öðru leyti er engu líkara en honum sjálfum sé lýst: foringjahæfileikar, aðdáun fylgismannanna, harka, þor, vilji, hæfileiki til að taka ákvörðun, dugur til að standa fast með henni, traust í samskiptum. Hjá Sigurði A. Magnússyni verður Hannes hetja úr klassískum harm- leik. Þó að hann hafi verið yfirburðamaður í stjórnmálum hafi skáldið orðið stjórnmálamanninum yfirsterkara: „skáldlegt næmi hans og þau heilindi sem mörgum skáldum eru eiginleg gerðu honum óljúft og jafnvel ófært að eiga náið samneyti við eða gengi sitt undir smásálum sem fyrst og fremst sköruðu eld að eigin köku eða létu stjórnast af persónulegum metnaði framar öðru“.59 Þessi Hannes og sá sem Bjarni lýsir eru næstum jafn ólíkir og sagnaritararnir sjálfir. Davíð Oddsson lýsir manni sem ólst upp við gott atlæti og átti þó erfitt vegna föður sem átti við vanda að stríða. Þó að Hannes læri lög í háskóla eru þau honum ekki að skapi og hann verður „lagatossi“. Davíð lýsir Hannesi svo þegar hann verður ráðherra, raunar á sama aldri og Davíð varð sjálfur forsætisráðherra: „Hannes gengur til hins nýja starfs eftirvæntingarfullur og kappsamur þótt hann kunni sér hóf. Hann er tilfinningaríkur og örgeðja en stillir sig oftast vel og þolir ódrengilegar árásir úr launsátri betur en vænta mætti“.60 Hannes Davíðs Oddssonar er þannig kappsamur, tilfinningaríkur og örgeðja. Hannes Sigurðar A. Magnússonar er heilsteypt og næmt skáld. Hannes Bjarna Benediktssonar er viljasterkur og fastur foringi. Hannes Tómasar Guðmundssonar er eins og útlagi í stríðum straumi öfga úr báðum áttum. Hannes Bernharðs Stefánssonar er frjálslyndur umbótamaður. Þannig hefur sagnaritun um Hannes Hafstein ekki verið jafn einsleit og ætla mætti í fljótu bragði. Hannes Hafstein er alltaf sama karlmennið og glæsimennið, foringinn sem hrífur alla með sér og kemur miklu í verk. En þar fyrir utan má túlka hann á marga vegu og iðulega eru Hannesi eignaðir þeir eiginleikar sem sagnaritaranum sjálfum finnast mest um verðir. Er það sjálfsagt ekki einsdæmi í ævisögum. V Nú er rétt að víkja sögunni aftur að Guðjóni Friðrikssyni og hinni nýju bók hans. Eg elska þig stormur verður að teljast mikilvægt framlag til sögu heima- stjórnartímabilsins og verður að hafa í huga að þegar eru komnar út mjög
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.