Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 178

Andvari - 01.01.2006, Side 178
176 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI ekki alveg með eigið fé að fara. En þessa ágalla nálgast hann með virðingu þannig að Hannes er í raun stærri eftir. Það er frekar eins og hann sé núna loksins kominn í lit. Aðferð Guðjóns er þegar allt kemur til alls árangursríkari en öll lofsyrðin sem aðrir hafa áður hlaðið á Hannes. Hún er að minnsta kosti mun líklegri til að sætta þá sem aldrei hafa dáðst að Hannesi við mann sem hafði veigamikla galla en ekki síður mikilvæga kosti. Ein þversögn á ferli Hannesar er skýrt dregin fram í þessari bók. Hvernig stóð á því að hinn ungi Brandesarsinni og róttæklingur í Kaupmannahöfn varð þægur liðsmaður hins íhaldssama landshöfðingja þegar til Reykjavíkur er komið? Fyrir íhaldsmanninn Árna Pálsson var þetta einfalt. Hann taldi að Hannes hafi í Kaupmannahöfn drukkið „í sig alls konar nýjungar, bæði hollar og óhollar, sem Brandes og fylgismenn hans boðuðu þá í Danmörku".65 Róttæknin stafaði þá aðeins af áhrifagirni ungmennisins og var fljótlega kippt í lag. Þorsteinn Gíslason tók aðra afstöðu og benti á að íslensk stjórnmál hafi snúist um eitt mál, stjórnarskrána. Þar hafi Hannes aldrei verið róttækur og átt samleið með landshöfðingjaflokknum, þó að hann hafi verið róttækur að ýmsu öðru leyti.66 Guðjón tekur svipaðan pól í hæðina og bendir á að Hannes hafi talið „frelsi einstaklingsins“ mikilvægari en þjóðfrelsið.67 Sá möguleiki er þó fyrir hendi að túlka þessa þversögn á annan veg, þann að Hannes Hafstein hafi einum þræði verið hentistefnumaður sem sóttist eftir völdum og hugðist að sjálf- sögðu nota þau til góðs. Að öðru leyti var hann hugsjónamaður og það sést á baráttu hans fyrir kvenréttindum sem stjórnmálaforingi á þeim tíma hefði vel getað leitt hjá sér. Völdin buðust Hannesi gegnum ættingja sína enda snerust stjórnmál á þessum tíma í mun ríkara mæli um ættartengsl en nú. Vinir og velgjörðamenn Hannesar voru íhaldsmenn og þess vegna tók hann við „lands- höfðingjaflokknum“ þó að hann sjálfur væri um margt annarrar skoðunar. Auðvitað mætti halda því fram að andstæðingar landshöfðingjans hafi „gert Hannes að hægrimanni" með því að stimpla hann þannig. En það var þá engin furða í ljósi þess að Hannes verður ungur ritari landshöfðingja og náinn stuðningsmaður. Að lokum fór það svo að Hannes tók afstöðu fyrst og fremst með sínum vandamönnum. En hann gerði auðvitað líka gott betur því að lokum ýtti hann landshöfðingjanum til hliðar, tók sjálfur við forystunni og kom í verk margvíslegum framfaramálum sem voru fremur í anda nýs tíma en landshöfðingjans. Vera má að þessi grein Jjyki líkjast þeim öfundarmönnum sem aldrei sáu Hannes Hafstein í friði. Oneitanlega hef ég farið hér fleiri orðum um þau atriði þar sem nokkuð ber á milli okkar Guðjóns Friðrikssonar. Þá er rétt að segja hitt að lokum að Ég elska þig stormur er myndarleg og vel samin ævisaga og höfundi sínum til sóma enda þykir mér hann hafa sterkari tök á frásagnarlistinni en nokkru sinni fyrr. Enn fremur finnst mér fallegt hvernig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.