Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 9
AN'DVAHI
Magnús Guðmundsson
5
gleðin, sem þessar endurminningar veittu honum, því svipur-
inn hýrnaði og eins og birti yfir honum öllum, er hann sagði
frá.
Síðasta veturinn, er hann var heima, áður en hann byrjaði
á námi undir skóla, hlaut hann verðlaun frá Búnaðarfél.
Svínavatnshrepps fyrir ágæta fjárhirðingu. Sagði hann svo
síðar frá, að líklega hefði hann aldrei orðið jafnglaður af
nokkurri viðurkenningu, er honum hefði hlotnazt um dagana,
og af þessum iitlu verðlaunum.
Þetta ásamt mörgu öðru bendir ótvirætt til, að Magnús Guð-
mundsson hefði orðið afbragðsbóndi, ef hann hefði gengið þá
götu. Magnúsi var ekki heldur í upphafi ætlað að troða slóð
embættismannanna.
Það varð rnjög algengt á síðari liluta 19. aldar, að efnamenn
og stórbændur i Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum létu að
minnsta kosti einn af sonum sínum læra, þ. e. kostuðu þá i
Lærðaskólann, sem svo var kallaður. Var þetta talin af mörg-
um sjálfsögð foreldraskylda, ef hæfileikar leyfðu. Guðmundur
í Holti og kona hans vildu ekki bregðast þessari skyldu. Fyrir
valinu varð Hjalti sonur þeirra, en hann andaðist áður en
hann kæmi í skóla. Röðin kom þá að þeim hræðrum Magnúsi
og Jakob, er voru á líku reki. Jakob kaus heldur að verða
bóndi; það varð því Magnúsar hlutskipti að ganga skóla-
veginn.
Eftir að þetta var afráðið, var Magnúsi komið fyrir til undir-
húningsnáms hjá sóknarprestinum, séra Stefáni M. Jónssyni á
Auðkúlu.
Haustið 1896 gekk Magnús inn í 1. hekk Lærðaskólans.
Námið sóttist honum mjög vel, svo að hann varð bráðlega með
þeim efstu í sínum bekk og síðustu námsáfin næstefstur.
Stúdentsprófi lauk hann vorið 1902 með ágætiseinkunn og
sigldi samsumars til Ivaupmannahafnar og hóf þar laganám.
Námið í Ivaupmannahöfn stundaði hann af kappi, tók þar
heimspekipróf á næsta vori með ágætiseinkunn og embættis-
próf i lögum 1907 með hárri 1. einkunn.